Búið að losa flesta bílana sem festust á heiðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 22:44 Fjöldi bíla sat fastur á Þrengslavegi og á Hellisheiði. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að moka snjó frá þeim bílum sem festust í Þrengslunum og á Hellisheiði í gær. Björgunarsveitir unnu að því í dag og í kvöld að losa fjölda bifreiða sem setið hafa fastar. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“ Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“
Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira