Innlent

Lýsa eftir Sigurði Kort

Eiður Þór Árnason skrifar
Síðast sást til Sigurðar í Kópavogi.
Síðast sást til Sigurðar í Kópavogi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Kort Hafsteinssyni sem er 65 ára. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár.

Sigurður er sagður klæddur í bláar gallabuxur, dökkbláan jakka og með húfu, sem er hugsanlega rauð. Fram í tilkynningu frá lögreglu að síðast sé vitað um ferðir Sigurðar í vesturbæ Kópavogs snemma á fimmtudagsmorgun, 17. febrúar.

Fólk sem getur gefið upplýsingar um ferðir Sigurðar, eða veit hvar hann er að finna, er beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×