Innlent

Bein útsending: Frambjóðendur Viðreisnar takast á um borgina

Samúel Karl Ólason skrifar
Snjór á Höfuðborgarsvæðin
Snjór á Höfuðborgarsvæðin Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Frambjóðendur í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík taka í dag þátt í pallborðsumræðu á vegum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn heldur prófkjör.

Í pallborðsumræðunni verður lögð áhersla á málefni ungs fólks og stendur meðal annars til að ræða leigumarkaðinn og fyrstu íbúðarkaup varðandi ungt fólk og hver ábyrgð borgarinnar sér þar.

Þá ber einn umræðuliður titilinn „Valfrelsi og samgöngur í grænni borg“ og annar „Háskólaborgin Reykjavík“.

Umræðan hefst klukkan fimm í dag.

Samkvæmt tilkynningu er öllum frjálst að mæta en einnig verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni í spilaranum hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×