Innlent

Fækkar um fimm á spítalanum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjörutíu liggja inni á Landspítalanum með Covid-19
Fjörutíu liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 Vísir/Vilhelm

Fjörutíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um fimm á milli daga.

Þrír eru í gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Fækkar því um einn á gjörgæslu frá því gær þegar fjórir lágu þar inni, þar af einn í öndunarvél.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala. Þar segir einnig að 432 starfsmenn spítalans séu í einangrun, samanborið við 409 í gær.

Ekki er lengur neinar tölur um fjölda þeirra sem eru í eftirliti á Covid-19 göngudeild spítalans í tilkynningu frá Landspítala að finna. Þjónustan færð yfir til heilsugæslunnar og Læknavaktarinnar í vikunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×