Innlent

Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sólveig Anna var endurkjörinn formaður Eflingar í gær.
Sólveig Anna var endurkjörinn formaður Eflingar í gær. Vísir/Vilhelm

Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni.

Morgunblaðið greindi fyrst frá.

Umræddir starfsmenn eru Elín Hanna Kjartansdóttir, Kristjana Valgarðsdóttir og Anna Lísa Terraza. Þeim var öllum sagt upp störfum hjá Eflingu.

„Í dag var Eflingu afhent stefna frá mér og tveim öðrum fyrrverandi samstarfsfélögum mínum. Stéttarfélagi sem á að standa á bak við félagsmenn sína og verja þá gagnvart brotum á vinnumarkaði,“ segir Elín Hanna í færslu á Facebook.

Hún segir málið sorglegt og líklega í fyrsta sinn sem starfsmenn stéttarfélags höfði mál á hendur félaginu sínu og vinnuveitenda vegna kjarasamninsbrota og framkomu stjórnenda.


Tengdar fréttir

Sól­veig Anna aftur kjörin for­maður Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.