Innlent

Mokuðu bílinn út með „kúst og fæjó“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margir voru í brasi í morgun.
Margir voru í brasi í morgun. stöð2

Íbúar á Suðvesturlandi voru margir hverjir í stökustu vandræðum með að komast til vinnu vegna snjóþunga og mátti sjá fólk beita ýmsum aðferðum til þess að losa bíla. Búast má viðað fólk muni lenda í vandræðum í húsagötum sínum næstu daga.

Svona hófst morgun margra á Suðvesturlandi en víða mátti sjá fasta bíla og fólk sem átti í erfiðleikum með að komast til vinnu vegna snjóþungans.

Í myndbandinu má sjá hvernig staðan var klukkan tíu í morgun. Snjór í skónum og eigendur bíla notuðu aðrar leiðir til þess að komst til vinnu.

Hvernig gengur þetta? 

„Þetta gengur ágætlega,“ sagði Elín sem var að skafa af bílnum í morgun til þess að komast til vinnu.  

„Þetta er mikill snjór. Mér finnst það gaman. Nema núna, núna er ekki gaman,“ sagði Simon sem var að reyna að koma bílnum af stað.

Heldur þú að þú komist út? 

„Já ég held það, en ég hef einn til þess að hjálpa mér ef að á þarf að halda,“ sagði Elín.

Hvernig ætlið þið að komast? 

„Það verður vandamál. Þetta er flókið,“ sögðu Jannis og George.

Gengur þetta? 

„Já. Það þarf bara að moka þetta,“ sagði Þórarinn á meðan hann mokaði frá tröppunum að heimilnu.

Elín mokaði bílinn út úr stæðinu í morgun.stöð2

Ömurlega leiðinlegur

Hvernig finnst þér snjórinn? 

„Mér finnst hann alveg ömurlega leiðinlegur,“ sagði Elín sem bætti því við að hún væri komin með nóg af snjónum.

Ýmsar aðferðir voru notaðar til þess að mæta ástandinu. Þessir herramenn hér mokuðu bílinn út með nokkuð óhefðbundinni aðferð sem sjá má í myndbandinu.

Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar hafa ekki undan við að halda götum opnum. Skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar segir að húsagötur séu síðastar í forgangsröðun og því má búast við að fólk lendi í vandræðum í húsagötum næstu daga.

Færð á vegum var slæm í dag og víða flughált. Vegir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs og gular viðvaranir í gildi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×