Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Snorri Másson skrifar 14. febrúar 2022 12:02 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að hann var skotinn í brjóstið. Hann er ekki í bráðri hættu en gekkst undir aðgerð. Fleiri skotum var hleypt af en hæfðu fórnarlambið. Aðsend mynd Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita nákvæmar upplýsingar um skotvopnið í árásinni en sjónarvottur lýsti því þannig að að þetta hafi litið út eins og til dæmis MP5 vélbyssa. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir aðeins að skotvopnið sé ekki löglegt á Íslandi. „Þetta er ekki hríðskotabyssa. En útlitið getur blekkt fólk, ég get ekki farið nánar út í það hvers konar skotvopn er um að ræða á þessu stigi,“ sagði Margeir. Öruggar heimildir fréttastofu herma hins vegar að um sé að ræða þrívíddarprentaða byssu - en slíkt er ólöglegt hér á landi og raunar víða um heim. Það er ekki þar með sagt að vopnið sé prentað hér á landi; því getur verið smyglað inn. Þrívíddarprentuð vopn geta sýnst öflugri en þau eru. Stærri vopn geta þannig haft virkni minni skammbyssa. Í umfjöllun Vice hér að neðan má sjá hve langt þessi tækni er komin vestanhafs. Rannsókn málsins miðar að sögn lögreglu vel. Tveir verða áfram í gæsluvarðhaldi en upphaflega voru þrír handteknir, allir um tvítugt. Á meðal þess sem er til skoðunar er hvort málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta er á meðal þess sem við skoðum en fljótt á litið sýnist okkur það ekki vera, klárlega ekki. Þetta sé bara á milli einstaklinga sem þarna er um að ræða,“ segir Margeir. Tugur lögreglumanna vopnaðist - ráðherra skoðar rafbyssur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að um tugur almennra lögregluþjóna hafi vopnast við aðgerðirnar um helgina. „Það er heimild yfirmanns sem heimilar vopnun og þá er sendur kóði til að opna vopnakistur í bílum. Þetta getur gerst bara á nokkrum mínútum og gekk mjög vel í nótt, eins og líka á fimmtudaginn,“ sagði Grímur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af þróuninni og ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að vopna lögregluna hugsanlega með rafbyssum. Í því efni vísaði hann til nýlegrar norskrar skýrslu, sem hann hyggist kynna fyrir Íslendingum. „Þetta sé í raun og veru góð ráðstöfun gagnvart öllum, þ.e. að oft sé hægt að beita þessu í stað þess að beita því sem við köllum skotvopn. Reynslan af þessu sé mjög góð hjá þeim lögregluyfirvöldum sem hafa þessar heimildir og Norðmenn eru í þessari vegferð núna, að heimila þetta,“ segir Jón. Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita nákvæmar upplýsingar um skotvopnið í árásinni en sjónarvottur lýsti því þannig að að þetta hafi litið út eins og til dæmis MP5 vélbyssa. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir aðeins að skotvopnið sé ekki löglegt á Íslandi. „Þetta er ekki hríðskotabyssa. En útlitið getur blekkt fólk, ég get ekki farið nánar út í það hvers konar skotvopn er um að ræða á þessu stigi,“ sagði Margeir. Öruggar heimildir fréttastofu herma hins vegar að um sé að ræða þrívíddarprentaða byssu - en slíkt er ólöglegt hér á landi og raunar víða um heim. Það er ekki þar með sagt að vopnið sé prentað hér á landi; því getur verið smyglað inn. Þrívíddarprentuð vopn geta sýnst öflugri en þau eru. Stærri vopn geta þannig haft virkni minni skammbyssa. Í umfjöllun Vice hér að neðan má sjá hve langt þessi tækni er komin vestanhafs. Rannsókn málsins miðar að sögn lögreglu vel. Tveir verða áfram í gæsluvarðhaldi en upphaflega voru þrír handteknir, allir um tvítugt. Á meðal þess sem er til skoðunar er hvort málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta er á meðal þess sem við skoðum en fljótt á litið sýnist okkur það ekki vera, klárlega ekki. Þetta sé bara á milli einstaklinga sem þarna er um að ræða,“ segir Margeir. Tugur lögreglumanna vopnaðist - ráðherra skoðar rafbyssur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að um tugur almennra lögregluþjóna hafi vopnast við aðgerðirnar um helgina. „Það er heimild yfirmanns sem heimilar vopnun og þá er sendur kóði til að opna vopnakistur í bílum. Þetta getur gerst bara á nokkrum mínútum og gekk mjög vel í nótt, eins og líka á fimmtudaginn,“ sagði Grímur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af þróuninni og ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að vopna lögregluna hugsanlega með rafbyssum. Í því efni vísaði hann til nýlegrar norskrar skýrslu, sem hann hyggist kynna fyrir Íslendingum. „Þetta sé í raun og veru góð ráðstöfun gagnvart öllum, þ.e. að oft sé hægt að beita þessu í stað þess að beita því sem við köllum skotvopn. Reynslan af þessu sé mjög góð hjá þeim lögregluyfirvöldum sem hafa þessar heimildir og Norðmenn eru í þessari vegferð núna, að heimila þetta,“ segir Jón.
Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29