Innlent

Karl­maður á þrí­tugs­aldri með Co­vid lést á gjör­gæslu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tveir eru á gjörgæslu með Covid-19, báðir í öndunarvél.
Tveir eru á gjörgæslu með Covid-19, báðir í öndunarvél. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á þrítugsaldri með Covid-19 lést á gjörgæslu Landspítalans í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans, en þar segir að 32 liggi nú á spítalanum með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og eru báðir í öndunarvél.

Þá eru 8.188 sjúklingar í eftirliti Covid-göngudeildar, þar af 2.579 börn. Covid-sýktir starfsmenn Landspítala eru 248.

Alls hafa 54 látist með Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×