Kalla eftir úrbótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólarhringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 18:21 Hellisheiði var lokuð í um þrjá sólarhringa, sem bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki ásættanlegt. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið. Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum. Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þetta kemur fram í bókum sem samþykkt var samhljóða á bæjarstjórnarfundi í gær. „Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar furðar sig á þeirri stöðu sem kom upp í byrjun vikunnar þegar vegurinn um Hellisheiði var lokuður fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa. Leita þarf langt aftur í tímann, jafnvel áratugi, til að rifja upp slíkt ástand. Bæjarstjórn skorar á Vegagerðina að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og að vetrarþjónusta verði eins og best er á kosið,“ segir í bókuninni. Þá ítrekar bæjarstjórnin mikilvægi þess að veginum, sem sé fjölfarin samgönguæð, verði haldið opinni sé þess nokkur kostur. Fjöldi fólks sæki vinnu og/eða skóla á milli Suðurlandsundirlendisins og höfuðborgarsvæðisins, og sífellt fjölgi í þeim hópi. Eins sinni fyrirtæki þjónustu þvert á þessi svæði, og því séu greiðar samgöngur á milli þeirra mikilvægar. „Að síðustu er rétt að minna á að greiðar samgöngur á milli þessara þéttbýlu svæða eru nauðsynlegar vegna öryggis íbúa,“ segir í bókuninni. Ekki ósátt við lokunina, heldur tímann sem tók að opna Í samtali við fréttastofu segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að auðvitað sýni því allir skilning að stundum þurfi að loka heiðinni þegar vonskuveður gengur yfir, líkt og raunin var í upphafi vikunnar. Hins vegar sæti furðu hversu langan tíma tók að opna heiðina. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Vísir/Vilhelm „Þetta svokallaða Árborgarsvæði fyrir austan fjall er orðið partur af atvinnusóknarsvæði stórhöfuðborgarsvæðisins. Það eru þúsundir manna sem hafa flust hingað austur, sem treysta á það að komast til vinnu til höfuðborgarinnar.“ Bæjarstjórnin sýni því fullan skilning að stundum þurfi að loka vegum þegar veðurskilyrði kalla á það, en þriggja daga lokun hafi verið ansi vel í lagt. „Það var löngu orðin brakandi blíða hérna niður frá og það var ekki að sjá að það væru stórir skaflar á löngum köflum á veginum, en það virtist ekki vera möguleiki á að opna fyrr en seint á miðvikudaginn. Það finnst okkur ekki ásættanlegt og við undrumst þetta, því það var ekki meiri ofankoma en við höfum oft séð áður. Við höfum ekki upplifað svona langa lokun, ekki síðan sennilega 1990,“ segir Aldís. Hún segist vonast til þess að Vegagerðin bregðist vel við ákalli bæjarstjórnarinnar, kanni hvað veldur og grípi til þeirra aðgerða sem hægt er til þess að bæta úr málunum.
Hveragerði Samgöngur Veður Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira