Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2022 09:21 „Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Vísir/Vilhelm Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. Tímarnir breytist og mennirnir með; það sem áður var látið óátalið sé ekki látið viðgangast lengur. „Me Too byltingin hefur skilað miklu og mun gera áfram. Við getum fullseint þakkað þeim röddum sem hafa komið fram og mikilvægt að nýta byltinguna til breytinga. Viðhorfsbreyting hefur þegar átt sér stað enda getum við öll verið sammála um að ofbeldi, í hvað mynd sem það er, á aldrei að líða,“ segir Halla. Tilefni pistlaskrifanna er að í dag er 112 dagurinn en Halla segist vilja hvetja alla þá sem verða fyrir ofbeldi til að tilkynna það um leið til lögreglu og hafa samband við 112, þar sem neyðarverðir séu til staðar og til að aðstoða og leiðbeina um fyrstu viðbrögð. „Lögreglan er kölluð út nær alla daga ársins eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Dapurlegt er að takast á við þessi mál því oftar en ekki eiga margir um mjög sárt að binda. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta þjónustuna við þá sem verða fyrir ofbeldi og því skal haldið áfram. Lögreglan hefur gert gangskör að ýmsu í málaflokkum sem snúa að ofbeldi. Þar er nú tekið mun fastar á málum en áður og var full ástæða til,“ segir Halla. Gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að málum Halla segir að mikil umræða um kynferðisbrot hafi verið mikilvæg og gagnleg. Þolendur hafi stigið fram og sýnt mikið hugrekki. Frásagnir þeirra hafi ýtt við þjóðinni og þar með réttarvörslukerfinu um að úrbóta sé þörf. „Mikilvægast í meðferð kynferðisbrota er að huga að kjarnanum sem er málshraðinn, gæði rannsókna og upplýsingar um gang máls. Þá verður ekki litið framhjá því að sönnunarbyrði þessara mála er oft erfið og þó svo að ekki takist að sanna að eitthvað hafi gerst, þýðir það ekki að það hafi ekki gerst. Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Halla segir að hjá lögreglu sé mikill vilji til að stytta málsmeðferðartímann og auka gæði rannsókna enn frekar. Markvisst hafi verið unnið að úrbótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeirri vinnu sé ekki lokið. „Einnig gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að sínu máli og er það í skoðun hjá stjórnvöldum. Það er þó ljóst að forsenda þess að geta tekist á við þessa meinsemd í íslensku samfélagi er að fá þessi mál upp á yfirborðið.“ Hér má finna pistil Höllu. Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Tímarnir breytist og mennirnir með; það sem áður var látið óátalið sé ekki látið viðgangast lengur. „Me Too byltingin hefur skilað miklu og mun gera áfram. Við getum fullseint þakkað þeim röddum sem hafa komið fram og mikilvægt að nýta byltinguna til breytinga. Viðhorfsbreyting hefur þegar átt sér stað enda getum við öll verið sammála um að ofbeldi, í hvað mynd sem það er, á aldrei að líða,“ segir Halla. Tilefni pistlaskrifanna er að í dag er 112 dagurinn en Halla segist vilja hvetja alla þá sem verða fyrir ofbeldi til að tilkynna það um leið til lögreglu og hafa samband við 112, þar sem neyðarverðir séu til staðar og til að aðstoða og leiðbeina um fyrstu viðbrögð. „Lögreglan er kölluð út nær alla daga ársins eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Dapurlegt er að takast á við þessi mál því oftar en ekki eiga margir um mjög sárt að binda. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta þjónustuna við þá sem verða fyrir ofbeldi og því skal haldið áfram. Lögreglan hefur gert gangskör að ýmsu í málaflokkum sem snúa að ofbeldi. Þar er nú tekið mun fastar á málum en áður og var full ástæða til,“ segir Halla. Gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að málum Halla segir að mikil umræða um kynferðisbrot hafi verið mikilvæg og gagnleg. Þolendur hafi stigið fram og sýnt mikið hugrekki. Frásagnir þeirra hafi ýtt við þjóðinni og þar með réttarvörslukerfinu um að úrbóta sé þörf. „Mikilvægast í meðferð kynferðisbrota er að huga að kjarnanum sem er málshraðinn, gæði rannsókna og upplýsingar um gang máls. Þá verður ekki litið framhjá því að sönnunarbyrði þessara mála er oft erfið og þó svo að ekki takist að sanna að eitthvað hafi gerst, þýðir það ekki að það hafi ekki gerst. Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Halla segir að hjá lögreglu sé mikill vilji til að stytta málsmeðferðartímann og auka gæði rannsókna enn frekar. Markvisst hafi verið unnið að úrbótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeirri vinnu sé ekki lokið. „Einnig gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að sínu máli og er það í skoðun hjá stjórnvöldum. Það er þó ljóst að forsenda þess að geta tekist á við þessa meinsemd í íslensku samfélagi er að fá þessi mál upp á yfirborðið.“ Hér má finna pistil Höllu.
Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira