Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2022 13:18 Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun um mestu einstöku vaxtahækkunina frá því meginvextir tóku að hækka á ný í maí í fyrra. Vísir/Vilhelm Verðbólga er þrálátari en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir og mun ekki nálgast tveggja komma fimm prósenta markmið hans fyrr en eftir þrjú ár. Seðlabankastjóri segir komandi kjarasamninga ráða miklu um hversu mikið vextir þurfi að hækka til viðbótar á komandi misserum. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti um 0,75 prósentur í morgun sem er mesta einstaka vaxtahækunin frá því vextir fóru að hækka á ný í mars á síðasta ári. Meginvextir nú eru 2,75 prósent. Þeir voru 0,75 prósent þegar þeir voru lægstir frá nóvember 2020 fram í maí á síðasta ári þegar yfirstandandi vaxtahækkunartímabil hófst. Þar með hafa allar vaxtalækkanir Seðlabankans frá því fyrir covid faraldurinn í febrúar árið 2020 gengið til baka þar sem vextir nú eru þeir sömu og þeir voru þá. Meginorsakir vaxtahækkanna er stighækkandi verðbólga sem að mestu er drifin áfram af miklum hækkunum húsnæðisverðs og innfluttri verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ríkisfjármálin og komandi kjarasamninga ráða mestu í baráttunni við innlenda verðbólgu á næstunni.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna ekki nálgast 2,5 prósenta markmið bankans fyrr en í upphafi árs 2025, eða eftir þrjú ár. Hún muni þó fara hjaðnandi þegar komi fram á mitt þetta ár. Það er ekki svo langt síðan að þið voruð að spá því að verðbólga færi miklu hraðar niður en það er ekki að gerast? „Nei við erum að sjá þætti eins og erlendar hækkanir, meiri hækkun á fasteignaverði sem kemur hérna til. Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Gera þyrfti kjarasamninga sem hefðu það markmið að viðhalda verðstöðugleika. Heimilin standa vel að mati Seðlabankans. Aðgerðir bankans hafi varið krónuna falli, viðhaldið kaupmætti heimilanna sem enn eigi mikinn sparnað. Verðbólga eigi enn eftir að hækka á þessum ársfjórðungi. Þar með eigi vextir enn eftir að hækka enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir. „Það er rétt, það þýðir það. Við þurfum þá að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þá þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti um 0,75 prósentur í morgun sem er mesta einstaka vaxtahækunin frá því vextir fóru að hækka á ný í mars á síðasta ári. Meginvextir nú eru 2,75 prósent. Þeir voru 0,75 prósent þegar þeir voru lægstir frá nóvember 2020 fram í maí á síðasta ári þegar yfirstandandi vaxtahækkunartímabil hófst. Þar með hafa allar vaxtalækkanir Seðlabankans frá því fyrir covid faraldurinn í febrúar árið 2020 gengið til baka þar sem vextir nú eru þeir sömu og þeir voru þá. Meginorsakir vaxtahækkanna er stighækkandi verðbólga sem að mestu er drifin áfram af miklum hækkunum húsnæðisverðs og innfluttri verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ríkisfjármálin og komandi kjarasamninga ráða mestu í baráttunni við innlenda verðbólgu á næstunni.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguna ekki nálgast 2,5 prósenta markmið bankans fyrr en í upphafi árs 2025, eða eftir þrjú ár. Hún muni þó fara hjaðnandi þegar komi fram á mitt þetta ár. Það er ekki svo langt síðan að þið voruð að spá því að verðbólga færi miklu hraðar niður en það er ekki að gerast? „Nei við erum að sjá þætti eins og erlendar hækkanir, meiri hækkun á fasteignaverði sem kemur hérna til. Svo skiptir auðvitað miklu máli þegar kemur fram á næsta haust hvernig kjarasamningar koma út. Verðbólga eftir það ræðast algerlega af kjarasamningum,“ segir Ásgeir. Gera þyrfti kjarasamninga sem hefðu það markmið að viðhalda verðstöðugleika. Heimilin standa vel að mati Seðlabankans. Aðgerðir bankans hafi varið krónuna falli, viðhaldið kaupmætti heimilanna sem enn eigi mikinn sparnað. Verðbólga eigi enn eftir að hækka á þessum ársfjórðungi. Þar með eigi vextir enn eftir að hækka enda væru raunvextir neikvæðir um þessar mundir. „Það er rétt, það þýðir það. Við þurfum þá að sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað það varðar. Ef þetta heldur áfram þá þurfum við að bregðast við. Það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31 Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08 Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Fjölmennt útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9. febrúar 2022 08:31
Segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarinn áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. 30. janúar 2022 19:08
Einkaneysla gæti farið fram úr spám Seðlabankans Nýjustu kortaveltutölur Seðlabanka Íslands gefa vísbendingu um að vöxtur í einkaneyslu á fjórða fjórðungi síðasta árs verði umfram væntingar Seðlabankans, sem eykur líkur á frekari vaxtahækkunum. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka. 17. janúar 2022 12:30