Innlent

FA hyggst kæra heilsu­gæsluna vegna kaupa á hrað­prófum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. 
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.  Vísir/Egill

Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup.

FA sendi heilsugæslunni fyrirspurnir vegna málsins 21. janúar síðastliðinn og eftir að hafa engin svör fengið sendi félagið ítrekun 3. febrúar síðastliðinn. Beðið var um að svar bærist fyrir daginn í dag, annars yrði málið kært til kærunefndar útboðsmála. 

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að félaginu hafi engin svör borist frá heilsugæslunni og félagið hyggist því kæra málið. 

Fram kemur í frétt Fréttablaðsins að Heilsugæslan telji sig ekki hafa brotið lög vegna neyðarsjónarmiða, sem geti veitt stofnuninni undanþágu frá lögbundnu ferli. Það sem kvörtun FA beinist að sé að þegar fjölmennir viðburðir voru gerðir leyfilegir með hraðprófum í fyrra hafi heilsugæslan sent út boð til fyrirtækja um að taka þátt í rafrænu gagnvirku innkaupaferli vegna hraðprófa. 

Í kjölfarið hafi níu fyrirtæki fengið staðfestingu um að þau hafi verið valin til að tkaa þátt í ferlinu en heilsugæslan hafi endað á að velja hraðpróf frá tveimur framleiðendum sem Landspítalinn hafi mælt sérstaklega með. Ríkiskaup hafi svo staðfest að hraðprófin hafi ekki verið keypt í gagnvirku innkaupakerfi. 


Tengdar fréttir

Sex spurningar til heil­brigðis­ráð­herra

Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að leita skýringa Willums Þórs Þórssonar ráðherra á því hvernig ákvörðun um að herða sóttvarnaráðstafanir stórlega var tekin og hefur sent ráðherra erindi þess efnis.

Vilja skoða fleiri kosti og krefja Willum svara

Félag atvinnurekenda hefur sent Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra erindi þar sem settar eru fram sex spurningar til ráðherra um hvaða valkostir hafi verið til skoðunar áður en tekin var ákvörðun um að herða sóttvarnaaðgerðir stórlega í lok síðustu viku.

Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×