Vilja skoða fleiri kosti og krefja Willum svara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2022 12:58 Willum Þór kynnti hertar aðgerðir hér á landi á föstudaginn. Ríkisstjórnin ákvað að fara að mestu eftir einni af þremur tillögum Þórólfs Guðnasonar. Hinar tvær voru um óbreytt ástand eða svo til algjöra lokun á samfélaginu í tíu daga. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hefur sent Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra erindi þar sem settar eru fram sex spurningar til ráðherra um hvaða valkostir hafi verið til skoðunar áður en tekin var ákvörðun um að herða sóttvarnaaðgerðir stórlega í lok síðustu viku. FA hvetur til þess að fram fari opinská umræða um fleiri valkosti en þá sem stillt var upp í minnisblaði sóttvarnalæknis og telur ekki vænlegt að útiloka aðgerðir sem gripið hefur verið til í nágrannalöndum okkar, svo sem að gera bólusetningu að skyldu eða gera bólusetningarvottorð að skilyrði fyrir aðgangi að ýmsum opinberum stöðum og þjónustu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis, sem lá ákvörðun stjórnvalda um hertar aðgerðir til grundvallar, voru settir fram þrír valkostir; um óbreytt ástand, herðingu á þeim nótum sem síðan var ákveðin eða mjög harðar takmarkanir og lokanir í skamman tíma. Markmið sóttvarnalæknis er að koma í veg fyrir of mikið álag á heilbrigðiskerfið með mögulegu neyðarástandi. Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri FA.Vísir/Egill Í erindi FA, sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri undirritar, segir: „Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að spyrja hvort fleiri valkostir hefðu átt að koma til skoðunar er ráðherra tók ákvörðun um hertar sóttvarnaaðgerðir, m.a. ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til í öðrum Vestur-Evrópulöndum. Félagið beinir því eftirfarandi spurningum til ráðherra: 1. Var lagt mat á kostnað atvinnulífsins og eftir atvikum ríkissjóðs af þeim sóttvarnaaðgerðum sem ákveðið var að ráðast í? Ef ekki, hvers vegna ekki? 2. Ýmis vestræn ríki hafa gengið mun lengra í viðbúnaði heilbrigðiskerfisins við faraldrinum en hér hefur verið gert, m.a. með mikilli fjölgun gjörgæzlurýma. Var sá kostur tekinn til skoðunar að ráðast í mun stærra átak til að efla Landspítalann og aðrar heilbrigðisstofnanir en lýst er í fréttatilkynningu ráðuneytisins frá 14. janúar síðastliðnum? Ef ekki, hvers vegna ekki? 3. Var kostnaður af slíku átaki borinn saman við þann kostnað, sem atvinnulífið og ríkissjóður bera af hertum sóttvarnaráðstöfunum? Ef ekki, hvers vegna ekki? 4. Ítrekað hefur komið fram að óbólusettir einstaklingar valdi hlutfallslega miklu stærri hluta af álagi á heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirusmita en bólusettir. Var lagt mat á þann kost að fara t.d. svipaða leið og gert hefur verið í Austurríki; að heimila óbólusettum eingöngu að yfirgefa heimili sitt til að sækja vinnu og kaupa inn nauðsynjar? Ef ekki, hvers vegna ekki? 5. Var lagt mat á þann kost að gera bólusetningu að skyldu nema læknisfræðilegar ástæður mæli á móti því, t.d. fyrir einstaklinga sem náð hafa tilteknum aldri, sbr. lagasetningu um slíkar aðgerðir í t.d. Austurríki og á Ítalíu? Ef ekki, hvers vegna ekki? 6. Var lagt mat á þann valkost að gera framvísun bólusetningarvottorðs að skilyrði fyrir inngöngu í t.d. skóla, veitingastaði og menningarstofnanir, almenningssamgöngur og til að nota þjónustu þar sem veitt er þjónusta sem krefst nándar við viðskiptavini, líkt og gert hefur verið í Danmörku? Ef ekki, hvers vegna ekki?“ Félagið segir mikilvægt að stjórnvöld horfi til allra þeirra valkosta í baráttunni við faraldurinn sem dregið geti eins og hægt er úr líkum á því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu, um leið og leitast sé við að lágmarka hinn efnahagslega skaða af sóttvarnaraðigerðum og halda atvinnulífinu gangandi eins og framast sé kostur. Aðgerðir beinist fremur að smærri hópum „Að mati FA hlýtur að koma til skoðunar að beita aðgerðum sem snerta fremur smærri hópa en allan þorra almennings og fyrirtækja, að því gefnu að þær geti skilað sama eða betri árangri í glímunni við faraldurinn,“ segir í erindi FA. „Þegar takmarkandi ráðstöfunum er beitt til að ná lögmætu markmiði er það í samræmi við skilyrði meðalhófsreglu að beita slíkum ráðstöfunum aðeins að því marki sem þær mæta þeim markmiðum sem að er stefnt. Sé það t.a.m. svo að verið sé að vinna gegn innlögnum tiltekins hóps einstaklinga er það andstætt sjónarmiðum meðalhófsreglunnar að beina takmarkandi ráðstöfunum að hinum breiða fjölda, en ekki fyrst og fremst einstaklingum sem falla innan þess hóps. Eftir því sem sóttvarnaaðgerðir verða meira íþyngjandi fyrir einstaklinga og atvinnulíf verður að gera strangari kröfu um gagnsemi þeirra og að þær nái því markmiði sem stefnt er að. Þannig verður að gera þá skilyrðislausu kröfu að beint orsakasamband sé á milli þeirra aðgerða sem gripið er til og þess markmiðs sem stefnt er að. Stjórnvöld hljóta ævinlega að taka þann kost sem nær markmiðinu án ónauðsynlegs kostnaðar fyrir samfélagið í heild.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
FA hvetur til þess að fram fari opinská umræða um fleiri valkosti en þá sem stillt var upp í minnisblaði sóttvarnalæknis og telur ekki vænlegt að útiloka aðgerðir sem gripið hefur verið til í nágrannalöndum okkar, svo sem að gera bólusetningu að skyldu eða gera bólusetningarvottorð að skilyrði fyrir aðgangi að ýmsum opinberum stöðum og þjónustu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis, sem lá ákvörðun stjórnvalda um hertar aðgerðir til grundvallar, voru settir fram þrír valkostir; um óbreytt ástand, herðingu á þeim nótum sem síðan var ákveðin eða mjög harðar takmarkanir og lokanir í skamman tíma. Markmið sóttvarnalæknis er að koma í veg fyrir of mikið álag á heilbrigðiskerfið með mögulegu neyðarástandi. Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri FA.Vísir/Egill Í erindi FA, sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri undirritar, segir: „Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að spyrja hvort fleiri valkostir hefðu átt að koma til skoðunar er ráðherra tók ákvörðun um hertar sóttvarnaaðgerðir, m.a. ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til í öðrum Vestur-Evrópulöndum. Félagið beinir því eftirfarandi spurningum til ráðherra: 1. Var lagt mat á kostnað atvinnulífsins og eftir atvikum ríkissjóðs af þeim sóttvarnaaðgerðum sem ákveðið var að ráðast í? Ef ekki, hvers vegna ekki? 2. Ýmis vestræn ríki hafa gengið mun lengra í viðbúnaði heilbrigðiskerfisins við faraldrinum en hér hefur verið gert, m.a. með mikilli fjölgun gjörgæzlurýma. Var sá kostur tekinn til skoðunar að ráðast í mun stærra átak til að efla Landspítalann og aðrar heilbrigðisstofnanir en lýst er í fréttatilkynningu ráðuneytisins frá 14. janúar síðastliðnum? Ef ekki, hvers vegna ekki? 3. Var kostnaður af slíku átaki borinn saman við þann kostnað, sem atvinnulífið og ríkissjóður bera af hertum sóttvarnaráðstöfunum? Ef ekki, hvers vegna ekki? 4. Ítrekað hefur komið fram að óbólusettir einstaklingar valdi hlutfallslega miklu stærri hluta af álagi á heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirusmita en bólusettir. Var lagt mat á þann kost að fara t.d. svipaða leið og gert hefur verið í Austurríki; að heimila óbólusettum eingöngu að yfirgefa heimili sitt til að sækja vinnu og kaupa inn nauðsynjar? Ef ekki, hvers vegna ekki? 5. Var lagt mat á þann kost að gera bólusetningu að skyldu nema læknisfræðilegar ástæður mæli á móti því, t.d. fyrir einstaklinga sem náð hafa tilteknum aldri, sbr. lagasetningu um slíkar aðgerðir í t.d. Austurríki og á Ítalíu? Ef ekki, hvers vegna ekki? 6. Var lagt mat á þann valkost að gera framvísun bólusetningarvottorðs að skilyrði fyrir inngöngu í t.d. skóla, veitingastaði og menningarstofnanir, almenningssamgöngur og til að nota þjónustu þar sem veitt er þjónusta sem krefst nándar við viðskiptavini, líkt og gert hefur verið í Danmörku? Ef ekki, hvers vegna ekki?“ Félagið segir mikilvægt að stjórnvöld horfi til allra þeirra valkosta í baráttunni við faraldurinn sem dregið geti eins og hægt er úr líkum á því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu, um leið og leitast sé við að lágmarka hinn efnahagslega skaða af sóttvarnaraðigerðum og halda atvinnulífinu gangandi eins og framast sé kostur. Aðgerðir beinist fremur að smærri hópum „Að mati FA hlýtur að koma til skoðunar að beita aðgerðum sem snerta fremur smærri hópa en allan þorra almennings og fyrirtækja, að því gefnu að þær geti skilað sama eða betri árangri í glímunni við faraldurinn,“ segir í erindi FA. „Þegar takmarkandi ráðstöfunum er beitt til að ná lögmætu markmiði er það í samræmi við skilyrði meðalhófsreglu að beita slíkum ráðstöfunum aðeins að því marki sem þær mæta þeim markmiðum sem að er stefnt. Sé það t.a.m. svo að verið sé að vinna gegn innlögnum tiltekins hóps einstaklinga er það andstætt sjónarmiðum meðalhófsreglunnar að beina takmarkandi ráðstöfunum að hinum breiða fjölda, en ekki fyrst og fremst einstaklingum sem falla innan þess hóps. Eftir því sem sóttvarnaaðgerðir verða meira íþyngjandi fyrir einstaklinga og atvinnulíf verður að gera strangari kröfu um gagnsemi þeirra og að þær nái því markmiði sem stefnt er að. Þannig verður að gera þá skilyrðislausu kröfu að beint orsakasamband sé á milli þeirra aðgerða sem gripið er til og þess markmiðs sem stefnt er að. Stjórnvöld hljóta ævinlega að taka þann kost sem nær markmiðinu án ónauðsynlegs kostnaðar fyrir samfélagið í heild.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira