Innlent

Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veður­vaktina

Árni Sæberg skrifar
Gulli og Heimir verða tilbúnir klukkan fimm í nótt.
Gulli og Heimir verða tilbúnir klukkan fimm í nótt. Vísir/Vilhelm

Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega.

Þeir félagar munu halda landanum upplýstum um sögulegt óveður sem búist er við að gangi yfir höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi raski.

Þeir munu slá á þráðinn til allra helstu viðbragðsaðila og sérfræðinga sem fara yfir stöðuna í beinni útsendingu.

Hlusta má á þáttinn á Bylgjunni að vanda en einnig verður hægt að sjá þá Heimi og Gulla í mynd á Stöð 2 Vísi þar sem þátturinn verður í beinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×