Á vefsíðunni Eurovision Fun má sjá lista yfir alla þá sem munu taka þátt í Söngvakeppninni þetta árið. Flytjendur eru níu en lögin tíu, svo ætla má að einhver flytji tvö lög í keppninni.
Keppendur Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2022 eru:
-
Haffi Haff
-
Hanna Mia & The Astrotourists
-
Suncity & Sanna
-
Katla
-
Markéta Irglová
-
Reykjavíkurdætur
-
Stefán Óli
-
Stefanía Svavarsdottir
-
Amarosis
Lögin tíu má heyra á vefsíðu Eurovision Fun en þau eru:
- Gía eða Volcano
- Séns með þér eða Gemini
- Þaðan af eða Then Again
- Mögulegt eða Possible
- Tökum af stað eða Turn This Around
- Ljósið eða All I Know
- Hjartað mitt eða Heart of Mine
- Með hækkandi sól
- Hækkum í eða Keep It Cool
- Don't You Know
Undankeppni söngvakeppninnar verður haldin dagana 26. febrúar og 5. mars og úrslitakeppnin 12. mars þar sem framlag Íslands í Eurovision verður valið. Eurovision-keppnin sjálf fer fram í Torino á Ítalíu í maí.
Samkvæmt frétt á RÚV frá því í desember voru alls 158 lög send inn í Söngvakeppnina í ár en ráðgefandi valnefnd og framkvæmdastjórn keppninnar valdi tíu lög af þessum 158 til að keppa.
Kynningarþátturinn Lögin í Söngvakeppninni 2022 er á dagskrá RÚV klukkan 19:50 í kvöld en þar stóð til að afhjúpa lögin.
Árið 2018 var lögum Söngvakeppninnar einnig lekið:
Ekki hefur náðst í Rúnar Frey Gíslason, verkefnastjóra Söngvakeppninnar, við vinnslu fréttarinnar.