RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2018 18:27 Svala Björgvinsdóttir og Ragnhildur Steinunn á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Svala hafði sigur í keppninni en Ragnhildur Steinunn var kynnir hennar. Vísir Listinn yfir lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár hefur verið birtur á erlendum vefsíðum og er Ríkisútvarpið að rannsaka hvernig upplýsingunum var lekið. Einhverjir höfðu hlaðið nokkrum lögum sem verða í keppninni í ár inn á YouTube en forsvarsmenn keppninnar segjast hafa látið loka þeim síðum. Rekur RÚV lekann til rússneskrar síðu. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða hvernig þetta gat gerst, en ekki átti að birta listann yfir flytjendur og lög fyrr en klukkan 19:40 í Sjónvarpinu í kvöld. „Það virðist vera að þetta sé eitthvað sem kom úr rafrænum sendingum milli framkvæmdaaðila. Að einhver hafi komist í Dropbox-tengla sem verið var að senda á milli,“ segir Birna. Hún segir þetta ekki tengjast vefkerfi Ríkisútvarpsins heldur að einhver hafi í raun komist inn í tölvupóst einhverra úr framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar. „Þetta byrjar á rússneskri síðu en við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við erum bara að reyna að komast að því,“ segir Birna og bætir við að lokum að auðvitað sé það á endanum gott að svo mikill áhugi sé á Söngvakeppninni erlendis frá að einhver sé tilbúinn til að reyna svona lagað til að komast yfir lögin í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí. Eurovision Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Listinn yfir lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár hefur verið birtur á erlendum vefsíðum og er Ríkisútvarpið að rannsaka hvernig upplýsingunum var lekið. Einhverjir höfðu hlaðið nokkrum lögum sem verða í keppninni í ár inn á YouTube en forsvarsmenn keppninnar segjast hafa látið loka þeim síðum. Rekur RÚV lekann til rússneskrar síðu. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða hvernig þetta gat gerst, en ekki átti að birta listann yfir flytjendur og lög fyrr en klukkan 19:40 í Sjónvarpinu í kvöld. „Það virðist vera að þetta sé eitthvað sem kom úr rafrænum sendingum milli framkvæmdaaðila. Að einhver hafi komist í Dropbox-tengla sem verið var að senda á milli,“ segir Birna. Hún segir þetta ekki tengjast vefkerfi Ríkisútvarpsins heldur að einhver hafi í raun komist inn í tölvupóst einhverra úr framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar. „Þetta byrjar á rússneskri síðu en við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við erum bara að reyna að komast að því,“ segir Birna og bætir við að lokum að auðvitað sé það á endanum gott að svo mikill áhugi sé á Söngvakeppninni erlendis frá að einhver sé tilbúinn til að reyna svona lagað til að komast yfir lögin í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí.
Eurovision Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira