RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2018 18:27 Svala Björgvinsdóttir og Ragnhildur Steinunn á sviði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Svala hafði sigur í keppninni en Ragnhildur Steinunn var kynnir hennar. Vísir Listinn yfir lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár hefur verið birtur á erlendum vefsíðum og er Ríkisútvarpið að rannsaka hvernig upplýsingunum var lekið. Einhverjir höfðu hlaðið nokkrum lögum sem verða í keppninni í ár inn á YouTube en forsvarsmenn keppninnar segjast hafa látið loka þeim síðum. Rekur RÚV lekann til rússneskrar síðu. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða hvernig þetta gat gerst, en ekki átti að birta listann yfir flytjendur og lög fyrr en klukkan 19:40 í Sjónvarpinu í kvöld. „Það virðist vera að þetta sé eitthvað sem kom úr rafrænum sendingum milli framkvæmdaaðila. Að einhver hafi komist í Dropbox-tengla sem verið var að senda á milli,“ segir Birna. Hún segir þetta ekki tengjast vefkerfi Ríkisútvarpsins heldur að einhver hafi í raun komist inn í tölvupóst einhverra úr framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar. „Þetta byrjar á rússneskri síðu en við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við erum bara að reyna að komast að því,“ segir Birna og bætir við að lokum að auðvitað sé það á endanum gott að svo mikill áhugi sé á Söngvakeppninni erlendis frá að einhver sé tilbúinn til að reyna svona lagað til að komast yfir lögin í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí. Eurovision Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Listinn yfir lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár hefur verið birtur á erlendum vefsíðum og er Ríkisútvarpið að rannsaka hvernig upplýsingunum var lekið. Einhverjir höfðu hlaðið nokkrum lögum sem verða í keppninni í ár inn á YouTube en forsvarsmenn keppninnar segjast hafa látið loka þeim síðum. Rekur RÚV lekann til rússneskrar síðu. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða hvernig þetta gat gerst, en ekki átti að birta listann yfir flytjendur og lög fyrr en klukkan 19:40 í Sjónvarpinu í kvöld. „Það virðist vera að þetta sé eitthvað sem kom úr rafrænum sendingum milli framkvæmdaaðila. Að einhver hafi komist í Dropbox-tengla sem verið var að senda á milli,“ segir Birna. Hún segir þetta ekki tengjast vefkerfi Ríkisútvarpsins heldur að einhver hafi í raun komist inn í tölvupóst einhverra úr framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar. „Þetta byrjar á rússneskri síðu en við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við erum bara að reyna að komast að því,“ segir Birna og bætir við að lokum að auðvitað sé það á endanum gott að svo mikill áhugi sé á Söngvakeppninni erlendis frá að einhver sé tilbúinn til að reyna svona lagað til að komast yfir lögin í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí.
Eurovision Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira