Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2022 01:14 Leitaraðilar að störfum við Þingvallavatn síðdegis í dag. Vísir/vilhelm Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Rúmlega þúsund viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni, þar á meðal á níunda hundrað björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þyrlusveit landhelgisgæslunnar, lögregla, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérsveit ríkislögreglustjóra, starfsmenn Isavia, einkaaðilar auk fjölmargra annarra. Landhelgisgæslan segist í tilkynningu vilja þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari umfangsmiklu leit fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við krefjandi aðstæður. Rannsókn málsins og næstu skref eru í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Frá leitaraðgerðum við Þingvallavatn um kvöldmatarleytið í dag.Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar sem unnið hafa unnið að leitinni eru komnir í hvíld og í hádeginu er fyrirhugaður stöðufundur þar sem farið verður yfir næstu skref. Lögreglan á Suðurlandi getur veitt frekari upplýsingar að þeim fundi loknum, segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar sem hefur haft leitina á forræði sínu. Voru í útsýnisflugi Fram hefur komið að flugvélin sem um ræðir var af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Haraldur Diego, reynslumikill flugmaður og eigandi vélarinnar, var í ferð með þrjá erlenda ferðamenn í útsýnisflugi. Flugvélin sem fór í loftið um hálf ellefuleytið á fimmtudagsmorgni. Engin boð bárust frá neyðarsendi og var hennar leitað í hálfan annan sólarhring áður en hún fannst í Þingvallavatni. Haraldur er tæplega fimmtugur og hefur starfað sem flugmaður og ljósmyndari um árabil. Hann nýtur mikilla vinsælda í flugi yfir íslenskar náttúruperlur en hann rekur fyrirtækið Volcano Air Iceland. Haraldur er formaður AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál. Leitaraðgerðir hófust um tvöleytið á fimmtudag eftir að ekkert hafði spurst til vélarinnar sem fór í loftið á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tólf sama dag. Fljótlega beindist leitin að svæðinu sunnan Þingvallavatns og vestan Úlfljótsvatns. Í dag fannst olíubrák í Þingvallavatni og hófst leit í sunnanverðu vatninu þar sem fjarstýrður kafbátur var meðal annars notaður við leitina. Vísir hefur fylgst með gangi mála við leitina frá því hún hófst eftir hádegi á fimmtudaginn í vaktinni hér að neðan.
Rúmlega þúsund viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni, þar á meðal á níunda hundrað björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þyrlusveit landhelgisgæslunnar, lögregla, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérsveit ríkislögreglustjóra, starfsmenn Isavia, einkaaðilar auk fjölmargra annarra. Landhelgisgæslan segist í tilkynningu vilja þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari umfangsmiklu leit fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við krefjandi aðstæður. Rannsókn málsins og næstu skref eru í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Frá leitaraðgerðum við Þingvallavatn um kvöldmatarleytið í dag.Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar sem unnið hafa unnið að leitinni eru komnir í hvíld og í hádeginu er fyrirhugaður stöðufundur þar sem farið verður yfir næstu skref. Lögreglan á Suðurlandi getur veitt frekari upplýsingar að þeim fundi loknum, segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar sem hefur haft leitina á forræði sínu. Voru í útsýnisflugi Fram hefur komið að flugvélin sem um ræðir var af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Haraldur Diego, reynslumikill flugmaður og eigandi vélarinnar, var í ferð með þrjá erlenda ferðamenn í útsýnisflugi. Flugvélin sem fór í loftið um hálf ellefuleytið á fimmtudagsmorgni. Engin boð bárust frá neyðarsendi og var hennar leitað í hálfan annan sólarhring áður en hún fannst í Þingvallavatni. Haraldur er tæplega fimmtugur og hefur starfað sem flugmaður og ljósmyndari um árabil. Hann nýtur mikilla vinsælda í flugi yfir íslenskar náttúruperlur en hann rekur fyrirtækið Volcano Air Iceland. Haraldur er formaður AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál. Leitaraðgerðir hófust um tvöleytið á fimmtudag eftir að ekkert hafði spurst til vélarinnar sem fór í loftið á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tólf sama dag. Fljótlega beindist leitin að svæðinu sunnan Þingvallavatns og vestan Úlfljótsvatns. Í dag fannst olíubrák í Þingvallavatni og hófst leit í sunnanverðu vatninu þar sem fjarstýrður kafbátur var meðal annars notaður við leitina. Vísir hefur fylgst með gangi mála við leitina frá því hún hófst eftir hádegi á fimmtudaginn í vaktinni hér að neðan.
Björgunarsveitir Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02
Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26