Leit frestað til tíu í fyrramálið Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. febrúar 2022 06:26 Leit verður haldið áfram inn í kvöldið þrátt fyrir niðamyrkur. Vísir/Vilhelm Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. Þetta vitum við um málið: Flugmaðurinn heitir Haraldur Diego. Hann er tæplega fimmtugur, reynslumikill flugmaður og hefur getið sér gott orð fyrir útsýnisflug með erlenda ferðamenn Flugvélin er af gerðinni Cessna 172 N með skráningarnúmerið TF-ABB Einn erlendu ferðamannanna er frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi og sá þriðji búsettur í Belgíu. Þeir tilheyra stærri hópi ferðamanna sem Rauði krossinn hefur veitt áfallahjálp Leitarsvæðið hefur þrengst og er nú aðallega leitað í og við sunnanvert Þingvallavatn Olíubrák hefur sést á vatninu og var sýni tekið og sent til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er myndefni úr eftirlitsmyndavélum nærliggjandi sumarbústaða til skoðunar Hundruð björgunarsveitarmanna hafa komið að leitinni og sömuleiðis íslenskir flugmenn sem hafa lagt hönd á plóg Leit verður frestað frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 10 í fyrramálið Fylgst er með gangi mála við leitina í vaktinni að neðan.
Þetta vitum við um málið: Flugmaðurinn heitir Haraldur Diego. Hann er tæplega fimmtugur, reynslumikill flugmaður og hefur getið sér gott orð fyrir útsýnisflug með erlenda ferðamenn Flugvélin er af gerðinni Cessna 172 N með skráningarnúmerið TF-ABB Einn erlendu ferðamannanna er frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi og sá þriðji búsettur í Belgíu. Þeir tilheyra stærri hópi ferðamanna sem Rauði krossinn hefur veitt áfallahjálp Leitarsvæðið hefur þrengst og er nú aðallega leitað í og við sunnanvert Þingvallavatn Olíubrák hefur sést á vatninu og var sýni tekið og sent til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er myndefni úr eftirlitsmyndavélum nærliggjandi sumarbústaða til skoðunar Hundruð björgunarsveitarmanna hafa komið að leitinni og sömuleiðis íslenskir flugmenn sem hafa lagt hönd á plóg Leit verður frestað frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 10 í fyrramálið Fylgst er með gangi mála við leitina í vaktinni að neðan.
Fréttir af flugi Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3. febrúar 2022 14:08