Þetta kemur fram kemur farsóttarfréttum á heimasíðu spítalans og jafnframt það að ekkert breytist þó hvað varðar heimsóknarbann, leyfi, skimanir og fundi á meðan að fjöldi starfsmanna er í einangrun með veiruna.
Í dag liggur þrjátíu og einn sjúklingur á Landspítala með Covid-19. Þar af eru tuttugu og þrír í einangrun með virkt smit. Þrír eru á gjörgæslu. Nú eru 217 starfsmenn í einangrun með veiruna en þrjátíu starfsmenn greindust í gær.