Strætó tekur vel í hugmyndir um frestun bílprófs Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 14:32 Tillögurnar sem nefndar eru í skýrslunni eru enn á hugmyndastigi og aðeins dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög gætu gripið til. Vísir/Vilhelm Flest ungmenni bíða ekki lengi með það að taka bílprófið þegar þau fá aldur til. Nú gæti sá möguleiki komið upp að hægt verði að fresta töku bílprófs um þrjú ár og fá í staðinn árskort í Strætó. Hugmyndin er ein nokkurra sem birtast í skýrslunni Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins en sagt er frá málinu í Fréttablaðinu. Meðal þess sem stungið er upp á er að byggja upp öflugri og jafnvel gjaldfrjálsar almenningssamgöngur, gera samkomulag við stóra vinnustaði um ívilnanir ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar og að fara í auglýsinga- og ímyndarherferð til að auka hlutdeild virkra samgöngumáta. Í Fréttablaðinu er vitnað í Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem segir að tillögurnar séu enn á hugmyndastigi og ekki eiginleg aðgerðaáætlun heldur dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gætu gripið til. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir hugmyndina góða en að ákvörðunin sé pólitísk.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að hugmyndin hafi ekki komið til umræðu innan veggja Strætó og sé væntanlega eitthvað sem skýrsluhöfundum hefur einfaldlega dottið í hug. „Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd og svo er alltaf spurning um útfærslu. Þetta þyrfti að vera pólitísk ákvörðun og það þyrfti að fylgja fjármagn til þess að greiða fyrir kortin,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Svipað og prófað hefur verið áður Þá bendir Guðmundur á að svipaðar útfærslur hafi verið prófaðar fyrir um það bil 15 árum síðan þegar háskólanemar fengu frítt strætókort. „Árangurinn þá var ekkert sérstakur og það voru ákveðin vonbrigði hvernig það var nýtt. Það koma auðvitað fram fleiri hugmyndir í þessari skýrslu til dæmis með gjaldfrjáls bílastæði. Við teljum það eitt að hafa frítt í Strætó leysi ekki málin ef þú ert lengur að ferðast með strætó en í bíl,“ segir Guðmundur og bætir við að áhugavert sé að horfa til framtíðar hvað þetta varðar. „Þetta er sérstaklega góð hugmynd ef maður horfir til framtíðar varðandi hugmyndir um Borgarlínu og leiðarkerfi Strætó þar sem við horfum fram á betra aðgengi og styttri ferðatíma.“ „Okkar sýn er að ef þú styttir ferðatíma og vagnar festast ekki í umferð þá þyrfti það að vera hluti af þessu, það dugir ekki til að hafa frítt.“ Strætó Umhverfismál Umferð Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Hugmyndin er ein nokkurra sem birtast í skýrslunni Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins en sagt er frá málinu í Fréttablaðinu. Meðal þess sem stungið er upp á er að byggja upp öflugri og jafnvel gjaldfrjálsar almenningssamgöngur, gera samkomulag við stóra vinnustaði um ívilnanir ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar og að fara í auglýsinga- og ímyndarherferð til að auka hlutdeild virkra samgöngumáta. Í Fréttablaðinu er vitnað í Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem segir að tillögurnar séu enn á hugmyndastigi og ekki eiginleg aðgerðaáætlun heldur dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gætu gripið til. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir hugmyndina góða en að ákvörðunin sé pólitísk.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að hugmyndin hafi ekki komið til umræðu innan veggja Strætó og sé væntanlega eitthvað sem skýrsluhöfundum hefur einfaldlega dottið í hug. „Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd og svo er alltaf spurning um útfærslu. Þetta þyrfti að vera pólitísk ákvörðun og það þyrfti að fylgja fjármagn til þess að greiða fyrir kortin,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Svipað og prófað hefur verið áður Þá bendir Guðmundur á að svipaðar útfærslur hafi verið prófaðar fyrir um það bil 15 árum síðan þegar háskólanemar fengu frítt strætókort. „Árangurinn þá var ekkert sérstakur og það voru ákveðin vonbrigði hvernig það var nýtt. Það koma auðvitað fram fleiri hugmyndir í þessari skýrslu til dæmis með gjaldfrjáls bílastæði. Við teljum það eitt að hafa frítt í Strætó leysi ekki málin ef þú ert lengur að ferðast með strætó en í bíl,“ segir Guðmundur og bætir við að áhugavert sé að horfa til framtíðar hvað þetta varðar. „Þetta er sérstaklega góð hugmynd ef maður horfir til framtíðar varðandi hugmyndir um Borgarlínu og leiðarkerfi Strætó þar sem við horfum fram á betra aðgengi og styttri ferðatíma.“ „Okkar sýn er að ef þú styttir ferðatíma og vagnar festast ekki í umferð þá þyrfti það að vera hluti af þessu, það dugir ekki til að hafa frítt.“
Strætó Umhverfismál Umferð Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira