Lífið

Netverjar elska Verbúðina og vilja sambærilega þætti fyrir önnur mál

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Twitter samfélagið er að taka vel í Verbúðina.
Twitter samfélagið er að taka vel í Verbúðina. Getty/ SOPA Images

Sjónvarpsþátturinn Verbúðin úr smiðju Vesturports hefur vakið mikla lukku meðal Íslendinga og velta netverjar nú fyrir sér hvaða íslensku mál þurfi að taka fyrir á sambærilegan hátt.

Verbúðin fjallar um kvótakerfið og afleiðingar þess á lítið þorp fyrir vestan á árunum 1983-1991. Þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburðum en skáldskapurinn fær að njóta sín í kringum þá. Það er greinilegt að Íslendingar hafa gaman af því að skoða sögu landsins, enda ýmislegt búið að gerast. Netverjinn Freyr Eyjólfsson velti því fyrir sér hvaða önnur mál í sögu landsins ættu heima í sambærilegri þáttaröð.

Eftir að spurningin var lögð fram stóð ekki á hugmyndunum og komu margar þeirra fram oftar en einu sinni. Það er áhugavert að renna yfir svörin og sjá hvaða sögulegir atburðir heilla Íslendinga.

Það er greinilega á ýmsu að taka og verður áhugavert að sjá hvort að þessar umræður hafi veitt einhverjum innblástur fyrir framtíðar sjónvarpsefni.


Tengdar fréttir

Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur

Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.