Innlent

Hand­tekinn eftir eftir­för lög­reglu

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn sinnti ekki stöðvunarskyldu og hófst þá eftirför.
Maðurinn sinnti ekki stöðvunarskyldu og hófst þá eftirför. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Garðabæ eftir eftirför skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Ökumaður bíls hafði þá ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu og hófst þá eftirför.

Í dagbók lögreglu segir að bílnum hafi verið stöðvað skömmu síðar og hafi ökumaðurinn þá hlaupið frá bílnum en fannst skömmu síðar og var handtekinn. Er hann greunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og fleira. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Um svipað leyti var tilkynnt um eld í húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Eldurinn var sagður minniháttar og búið að slökkva þegar lögregla og slökkvilið mættu á staðinn. Einn var fluttur slasaður á slysadeild.

Um klukkan 20:30 var tilkynnt um umferðarslys á Vífilstaðavegi í Garðabæ. Þar hafi bíl verið ekið aftan á strætisvagn sem var kyrrstæður á biðstöð. Ekki urðu slys á fólki. „Þrír farþegar í strætisvagninum. Bifreiðin flutt af vettvangi með Króki en strætisvagninn var ökufær og hélt för sinni áfram.“

Lögregla þurfti einnig að sinna ýmsum verkefnum sem sneru að akstri manna undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.