Meirihluti getur vel hugsað sér fjarvinnu eftir faraldurinn Snorri Másson skrifar 24. janúar 2022 21:23 Salahverfi í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Vafalítið að inni í þessum húsum hafi leynst Kópavogsbúar í heimavinnu. En verða þeir í sömu sporum eftir ár? Vísir/Vilhelm Tæp 40% Íslendinga hafa áhuga á að vinna að hluta til áfram í fjarvinnu eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Atvinnurekendur gætu séð sér hag í að senda fólk heim frekar en að borga fyrir atvinnuhúsnæði. Frá því að kórónuveiran kom til sögunnar hefur fjöldi starfsfólks úr ólíkum stéttum verið sendur heim til vinnu þegar faraldurinn fer úr böndunum. Og fólk hefur kunnað þessu misvel. Ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi á meðal 1700 svarenda eru fleiri sem hefðu áhuga á að halda áfram fjarvinnu eftir faraldurinn en hafa það ekki. 15% segjast hafa mjög mikinn áhuga á fjarvinnu eftir faraldurinn og 24% fremur mikinn, samtals um 39%. Um fjórðungur hefur áhuga í meðallagi á fjarvinnu en samtals hafa um 34% fremur eða mjög lítinn áhuga á fjarvinnu. Skattar breyti atferli Fjarvinna virðist því komin til að vera að vissu leyti en að hve miklu gæti að mati forstjóra Reita ráðist meðal annars af opinberum gjöldum. „Ef vinnustaðurinn færist heim getur það vel verið að háir fasteignaskattar á skrifstofuhúsnæði séu hreinlega hvati til þess fyrir utan allt annað að fólk fari heim til sín og vinni þar, eða er kannski neytt til þess af hálfu vinnuveitanda af því að hann vill ekki sitja uppi með alltof dýrt skrifstofuhúsnæði,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar voru 10% af veltu Reita fyrir nokkrum árum en eru nú 20%. Það þarf ekki að koma á óvart að forstjóranum hugnast ekki sú þróun. „Háir fasteignaskattar geta hugsanlega haft bein eða óbein áhrif á atferli okkar til að lifa og starfa. Fyrir utan það að þeir eru ekki sérlega góðir fyrir ykkar rekstur? Nei, ég þreytist ekki á að benda á það. Enda eins og ég segi, eru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði að mínu mati út úr öllu korti á Íslandi,“ segir Guðjón. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Tengdar fréttir Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Frá því að kórónuveiran kom til sögunnar hefur fjöldi starfsfólks úr ólíkum stéttum verið sendur heim til vinnu þegar faraldurinn fer úr böndunum. Og fólk hefur kunnað þessu misvel. Ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi á meðal 1700 svarenda eru fleiri sem hefðu áhuga á að halda áfram fjarvinnu eftir faraldurinn en hafa það ekki. 15% segjast hafa mjög mikinn áhuga á fjarvinnu eftir faraldurinn og 24% fremur mikinn, samtals um 39%. Um fjórðungur hefur áhuga í meðallagi á fjarvinnu en samtals hafa um 34% fremur eða mjög lítinn áhuga á fjarvinnu. Skattar breyti atferli Fjarvinna virðist því komin til að vera að vissu leyti en að hve miklu gæti að mati forstjóra Reita ráðist meðal annars af opinberum gjöldum. „Ef vinnustaðurinn færist heim getur það vel verið að háir fasteignaskattar á skrifstofuhúsnæði séu hreinlega hvati til þess fyrir utan allt annað að fólk fari heim til sín og vinni þar, eða er kannski neytt til þess af hálfu vinnuveitanda af því að hann vill ekki sitja uppi með alltof dýrt skrifstofuhúsnæði,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar voru 10% af veltu Reita fyrir nokkrum árum en eru nú 20%. Það þarf ekki að koma á óvart að forstjóranum hugnast ekki sú þróun. „Háir fasteignaskattar geta hugsanlega haft bein eða óbein áhrif á atferli okkar til að lifa og starfa. Fyrir utan það að þeir eru ekki sérlega góðir fyrir ykkar rekstur? Nei, ég þreytist ekki á að benda á það. Enda eins og ég segi, eru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði að mínu mati út úr öllu korti á Íslandi,“ segir Guðjón.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Tengdar fréttir Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00