Maðurinn var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðaður í síbrotagæslu þar til 17. febrúar næstkomandi. Maðurinn hafi ítrekað komist í kast við lögin, síðast núna á þriðjudaginn, þegar hann stöðvaði bifreið sína á Reykjanesbraut, gekk út úr bílnum og sparkaði ítrekað af miklu afli í bílstjórarúðu bílsins fyrir aftan.
Myndband af atvikinu vakti mikla athygli í síðustu viku en þar mátti sjá manninn aka afar óvarlega, sveigja milli akreina og stöðva loks umferð áður en hann gekk út úr bílnum og réðist að þeim fyrir aftan sig.
Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn á þrítugsaldri, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu og sætt nálgunarbanni.