Innlent

Ber­serkurinn á Reykja­nes­brautinni hnepptur í varð­hald

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn er til rannsóknar vegna atvikisins á Reykjanesbraut hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Maðurinn er til rannsóknar vegna atvikisins á Reykjanesbraut hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Þorgils

Maður sem grunaður er um að hafa gengið berskerksgang á Reykjanesbraut í síðustu viku var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina. 

Maðurinn var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðaður í síbrotagæslu þar til 17. febrúar næstkomandi. Maðurinn hafi ítrekað komist í kast við lögin, síðast núna á þriðjudaginn, þegar hann stöðvaði bifreið sína á Reykjanesbraut, gekk út úr bílnum og sparkaði ítrekað af miklu afli í bílstjórarúðu bílsins fyrir aftan. 

Myndband af atvikinu vakti mikla athygli í síðustu viku en þar mátti sjá manninn aka afar óvarlega, sveigja milli akreina og stöðva loks umferð áður en hann gekk út úr bílnum og réðist að þeim fyrir aftan sig. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn á þrítugsaldri, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu og sætt nálgunarbanni. 


Tengdar fréttir

Búið að handtaka eltihrellinn

Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald.

Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×