Lífið

Eiga fimm hundruð metra eftir á toppinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Arnar og Sebastian áður en þeir lögðu af stað á tindinn.
Arnar og Sebastian áður en þeir lögðu af stað á tindinn.

Þeir Arnar Hauksson og Sebastian Garcia eru nú nærri því að ná á topp Aconcague, hæsta fjalls Ameríku. Myndlistarmaðurinn Tolli ætlaði á topp fjallsins en hætt við í gær. Þeir Arnar og Sebastian áttu einungis fimm hundruð metra eftir á toppinn í morgun.

Hægt er að fylgjast með staðsetningu Arnars og Sebastians hér á vef Garmin.

Leiðangurinn er farinn til að vekja athygli á starfsemi Batahúss sem tók til starfa á síðasta ári og um leið safna áheitum fyrir starfsemina. Tolli fór fyrir leiðangrinum en veður hefur gert ferðina erfiðari og hafa þremenningarnir þurft að bíða færis alla vikuna í grunnbúðum fjallsins.

Tolli tilkynnti í gær að hann þyrfti að bíða eftir Arnari og Sebastian í grunnbúðum fjallsins vegna háfjallaveiki.

Sjá einnig: Tolli heltist úr lestinni en fé­lagarnir halda ó­trauðir á toppinn

Arnar og Sebastian stefna að því að ná á toppinn í dag og koma hratt niður aftur áður en veður versnar aftur.

Tolli birti mynd af fjallinu í nótt.

Hér má sjá mynd af Arnari og Sebastian sem tekin var þegar þeir lögðu af stað á toppinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×