Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að Birta Karen er 21 árs og er á þriðja ári í hagfræði við Háskóla Íslands, hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2019. Birta hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, innan sem og utan flokksins.
Hún hefur setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár og situr nú í framkvæmdastjórn SUS. Auk þess hefur hún tekið virkan þátt í félagsstörfum innan Háskóla Íslands, hún meðal annars sat í ritstjórn Stúdentablaðsins 2019 - 2020, var formaður Ökonomiu - félags hagfræðinema við HÍ 2020 - 2021 og er núverandi forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta. Samhliða námi starfar hún sem aðstoðarkennari innan hagfræðideildar HÍ.
Kári Freyr Kristinsson er 19 ára og er á þriðja ári á viðskiptabraut við Verzlunarskóla Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum félagsstörfum í gegnum tíðina. Í Verzlunarskólanum hefur hann setið í Nemendamótsnefnd og Listafélaginu en í dag gegnir hann embætti forseta Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Ásamt því situr hann í stjórn Skrekks. Innan Sjálfstæðisflokksins situr Kári í stjórn SUS. Samhliða þessu hefur hann unnið á fjölmörgum stöðum eins og leikskóla, frístundaheimili og sem jafningjafræðari.
Bæði Birta og Kári skipuðu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum og tóku virkan þátt í kosningabaráttunni.
„Framundan eru stór verkefni hjá Heimdalli, sveitarstjórnarkosningar eru framundan og verður það stór áskorun en í þeim felast þó síður ekki tækifæri - tækifæri til að kynna Sjálfstæðisstefnuna fyrir ungu fólki. Framboðið leggur áherslu á að Heimdallur verði vettvangur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að kynnast starfi flokksins og vill taka þátt í pólitískri umræðu. Auk þess er starfið ekki síður mikilvægt til að veita kjörnum fulltrúum aðhald og halda grunngildum sjálfstæðisstefnunnar á lofti,“ segir í tilkynningunni.
Auk Birtu og Kára bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli:
- Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands
- Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík
- Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
- Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund
- Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
- Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands
- Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
- Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
- Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
- Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands
Til viðbótar bjóða fjórir einstaklingar sig fram í varastjórn
- Almar Máni Þórisson, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
- Bjarki Guðmundsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
- Magnús Daði Eyjólfsson, 20 ára og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands
- Selma Guðjónsdóttir, 21 árs og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík