Innlent

Lögregla kölluð út vegna kattar  „í góðum gír“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kötturinn var í stuði en eigandinn fjarri góðu gamni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Kötturinn var í stuði en eigandinn fjarri góðu gamni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á miðnætti um vælandi kött í póstnúmerinu 103. Þegar komið var á staðinn reyndist eigandinn ekki heima en kötturinn var „í góðum gír“ að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Tvær aðrar tilkynningar bárust lögreglu um ónæði í nótt. Önnur varðaði framkvæmdahávaða í póstnúmerinu 108 en þar reyndist um að ræða vörubifreið í gangi. Hin varðaði hávaða í heimahúsi í Vesturbænum.

Um klukkan 2.30 var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun í póstnúmerinu 108 og þá barst tilkynning um klukkan 5 um að maður væri að skoða inn í bifreiðar í póstnúmerinu 103. Lögregla leitaði að viðkomandi en fann ekki.

Alvarlegasta mál næturinnar varðaði tilkynningu um mann með hníf inni í íbúð í Kópavogi. Lögregla fór á vettvang og málið er í rannsókn, að því er segir í tilkynningu lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×