Útlendingar upplifi Covid-flutninga sem niðurlægingu Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2022 16:23 Erlendum gestum þykir það heldur niðurlægjandi þegar bíllinn sem flytur þá á sóttvarnarhótel, kyrfilega merktur Covid-farþegaflutningar, eru stopp á ljósum og aðrir vegfarendur mæla þá út. vísir/vilhelm Sigtryggur Arnar Magnússon leigubílstjóri hjá City Taxi segist hafa komist að því, í samtölum við farþega sína, að þeir telja sig smánaða með því að vera fluttir í einangrun með kyrfilega merktum covid-bílum. „Já, þetta er „skemmtilegt“ sjónarhorn sem ég hef fengið frá útlendingum sem ég hef verið að keyra eftir einangrun. Þau eru öll sammála um eitt, og skilja ekki í því hvernig það megi vera þegar þau hafa fengið Covid hér á Íslandi og þau keyrð á sóttvarnarhótel: Þá kemur bíll að sækja þau og á bílnum stendur stórum stöfum: Covid farþegaflutningar!“ Ljósmyndari Vísis rakst á einn slíkan bíl, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér ofar, en þetta eru bílar á vegum Gray Line, og ekki fer hjá þeim sem sér að þar er verið að ferja covid-sýkta einstaklinga. Sigtryggur hjá City Taxi. Hann kemst að einu og öðru forvitnilegu þegar hann rabbar við farþega sína.vísir/vilhelm „Af hverju þarf þetta að vera svona,“ spyr Sigtryggur sem ekki áttar sig á tilgangi með svo áberandi merkingu á bíl sem fer þessara erinda. Hann segir að farþegarnir lýsi því sem sérlega niðurlægjandi reynslu, þegar bílarnir eru til að mynda stopp á ljósum, þegar forvitin augu annarra vegfarenda mæli farþegana út. „Annars eru þau öll ánægð með að þetta sé allt frítt en upplifa mikla niðurlægingu í þessu.“ Önnur saga sem Sigtryggur hefur eftir þessum tilteknu farþegum sínum er að maturinn sem Covid-hótelin bjóði uppá hljóti að koma frá spítalanum. „Hann er alltaf kaldur þegar hann kemur. Kínverjarnir borðuðu aldrei matinn, gátu það ekki. Þetta er erfið aðstaða því ekki er vel séð að verið sé að panta mat utan frá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Leigubílar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Sjá meira
„Já, þetta er „skemmtilegt“ sjónarhorn sem ég hef fengið frá útlendingum sem ég hef verið að keyra eftir einangrun. Þau eru öll sammála um eitt, og skilja ekki í því hvernig það megi vera þegar þau hafa fengið Covid hér á Íslandi og þau keyrð á sóttvarnarhótel: Þá kemur bíll að sækja þau og á bílnum stendur stórum stöfum: Covid farþegaflutningar!“ Ljósmyndari Vísis rakst á einn slíkan bíl, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér ofar, en þetta eru bílar á vegum Gray Line, og ekki fer hjá þeim sem sér að þar er verið að ferja covid-sýkta einstaklinga. Sigtryggur hjá City Taxi. Hann kemst að einu og öðru forvitnilegu þegar hann rabbar við farþega sína.vísir/vilhelm „Af hverju þarf þetta að vera svona,“ spyr Sigtryggur sem ekki áttar sig á tilgangi með svo áberandi merkingu á bíl sem fer þessara erinda. Hann segir að farþegarnir lýsi því sem sérlega niðurlægjandi reynslu, þegar bílarnir eru til að mynda stopp á ljósum, þegar forvitin augu annarra vegfarenda mæli farþegana út. „Annars eru þau öll ánægð með að þetta sé allt frítt en upplifa mikla niðurlægingu í þessu.“ Önnur saga sem Sigtryggur hefur eftir þessum tilteknu farþegum sínum er að maturinn sem Covid-hótelin bjóði uppá hljóti að koma frá spítalanum. „Hann er alltaf kaldur þegar hann kemur. Kínverjarnir borðuðu aldrei matinn, gátu það ekki. Þetta er erfið aðstaða því ekki er vel séð að verið sé að panta mat utan frá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Leigubílar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Sjá meira