Útlendingar upplifi Covid-flutninga sem niðurlægingu Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2022 16:23 Erlendum gestum þykir það heldur niðurlægjandi þegar bíllinn sem flytur þá á sóttvarnarhótel, kyrfilega merktur Covid-farþegaflutningar, eru stopp á ljósum og aðrir vegfarendur mæla þá út. vísir/vilhelm Sigtryggur Arnar Magnússon leigubílstjóri hjá City Taxi segist hafa komist að því, í samtölum við farþega sína, að þeir telja sig smánaða með því að vera fluttir í einangrun með kyrfilega merktum covid-bílum. „Já, þetta er „skemmtilegt“ sjónarhorn sem ég hef fengið frá útlendingum sem ég hef verið að keyra eftir einangrun. Þau eru öll sammála um eitt, og skilja ekki í því hvernig það megi vera þegar þau hafa fengið Covid hér á Íslandi og þau keyrð á sóttvarnarhótel: Þá kemur bíll að sækja þau og á bílnum stendur stórum stöfum: Covid farþegaflutningar!“ Ljósmyndari Vísis rakst á einn slíkan bíl, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér ofar, en þetta eru bílar á vegum Gray Line, og ekki fer hjá þeim sem sér að þar er verið að ferja covid-sýkta einstaklinga. Sigtryggur hjá City Taxi. Hann kemst að einu og öðru forvitnilegu þegar hann rabbar við farþega sína.vísir/vilhelm „Af hverju þarf þetta að vera svona,“ spyr Sigtryggur sem ekki áttar sig á tilgangi með svo áberandi merkingu á bíl sem fer þessara erinda. Hann segir að farþegarnir lýsi því sem sérlega niðurlægjandi reynslu, þegar bílarnir eru til að mynda stopp á ljósum, þegar forvitin augu annarra vegfarenda mæli farþegana út. „Annars eru þau öll ánægð með að þetta sé allt frítt en upplifa mikla niðurlægingu í þessu.“ Önnur saga sem Sigtryggur hefur eftir þessum tilteknu farþegum sínum er að maturinn sem Covid-hótelin bjóði uppá hljóti að koma frá spítalanum. „Hann er alltaf kaldur þegar hann kemur. Kínverjarnir borðuðu aldrei matinn, gátu það ekki. Þetta er erfið aðstaða því ekki er vel séð að verið sé að panta mat utan frá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Leigubílar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
„Já, þetta er „skemmtilegt“ sjónarhorn sem ég hef fengið frá útlendingum sem ég hef verið að keyra eftir einangrun. Þau eru öll sammála um eitt, og skilja ekki í því hvernig það megi vera þegar þau hafa fengið Covid hér á Íslandi og þau keyrð á sóttvarnarhótel: Þá kemur bíll að sækja þau og á bílnum stendur stórum stöfum: Covid farþegaflutningar!“ Ljósmyndari Vísis rakst á einn slíkan bíl, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér ofar, en þetta eru bílar á vegum Gray Line, og ekki fer hjá þeim sem sér að þar er verið að ferja covid-sýkta einstaklinga. Sigtryggur hjá City Taxi. Hann kemst að einu og öðru forvitnilegu þegar hann rabbar við farþega sína.vísir/vilhelm „Af hverju þarf þetta að vera svona,“ spyr Sigtryggur sem ekki áttar sig á tilgangi með svo áberandi merkingu á bíl sem fer þessara erinda. Hann segir að farþegarnir lýsi því sem sérlega niðurlægjandi reynslu, þegar bílarnir eru til að mynda stopp á ljósum, þegar forvitin augu annarra vegfarenda mæli farþegana út. „Annars eru þau öll ánægð með að þetta sé allt frítt en upplifa mikla niðurlægingu í þessu.“ Önnur saga sem Sigtryggur hefur eftir þessum tilteknu farþegum sínum er að maturinn sem Covid-hótelin bjóði uppá hljóti að koma frá spítalanum. „Hann er alltaf kaldur þegar hann kemur. Kínverjarnir borðuðu aldrei matinn, gátu það ekki. Þetta er erfið aðstaða því ekki er vel séð að verið sé að panta mat utan frá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Leigubílar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira