Innlent

186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir okkar fögnuðu sigrinum á Ungverjum vel og innilega í gær.
Strákarnir okkar fögnuðu sigrinum á Ungverjum vel og innilega í gær. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil.

Karlalandsliðið vann frækinn sigur á heimamönnum í gær og hefur unnið alla þrjá leiki sína á mótinu. Stuðningshópur landsliðsins í stúkunni er litríkur og kátt á hjalla enda hafa úrslitin verið vonum framar.

Bæði Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa á sölu miða í 186 sæta vél sem flýgur utan klukkan 11 í fyrramálið. Veðrið er í kringum 100 þúsund krónur á mann en innifalið er flug báðar leiðir, ferðataska og handfarangur, íslensk fararstjórn, miði á leikinn, gisting á fjögurra stjörnu hóteli með morgunmat og svo heimflug síðdegis á föstudag.

Hörður Hilmarsson, íþróttastjóri hjá Úrval Útsýn, segir mikið hringt og spurst fyrir um miða. Sömu sögu hafði starfsmaður í símsvörun hjá Heimsferðum að segja.

„Það er mikið hringt en við verðum að sjá að ákveðnum lágmarksfjölda sé náð. Það verður tekin ákvörðun um fimmleytið,“ segir Hörður. Ferðir með leiguflugi séu með slíkum fyrirvara svo ekki sé verið að borga með ferðunum.

„Það er mikið hringt og fólk ætlar svo að hringja aftur og staðfesta. Það þarf að ræða málin við vini og fjölskyldu. Þetta eru mikið hópar sem eru að reyna að plana að skella sér saman,“ segir Hörður.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.