Innlent

Inniliggjandi með Covid-19 fækkar á milli daga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þeim fækkar nokkuð sem liggja inni með Covid-19 á Landspítalanum.
Þeim fækkar nokkuð sem liggja inni með Covid-19 á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm

Þeim sem liggja inn á Landspítala með Covid-19 fækkaði um sex á milli daga, þar af fækkaði inniliggjandi með Covid-19 á gjörgæslu um þrjá.

39 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 en þeir voru 45 í gær. Í gær voru einnig sjö á gjörgæslu en í dag eru þeir þrír, allir í öndunarvél. Fjölgar þeim sem þurfa á aðstoð öndunarvélar um einn á milli daga.

Af þeim 39 sem liggja inni á Landspítalanum með Covid-19 hafa 25 þeirra verið bólusettir að minnsta kosti einu sinni, fjórtán eru óbólusettir. Tveir af þeim þremur sem liggja inni á gjörgæslu eru óbólusettur en einn bólusettur að minnsta kosti einu sinni.

Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 62 ár. 8.045 sjúklingar eru skráðir inn á Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.

Starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgar

Á vef Landspítalans kemur einnig fram að 153 starfsmenn spítalans séu í einangrun vegna Covid-19, samanborið við 140 í gær.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærum.


Tengdar fréttir

Um þriðjungur Co­vid-smitaðra á Land­spítala ekki inni vegna Co­vid

Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Land­spítala í einangrun með Co­vid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spá­líkan er væntan­legt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sótt­varna­læknir endur­skoði sam­komu­tak­markanir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×