Innlent

Opið þinghald í kynferðisbrotum sé almannahagsmunamál

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ragnhildur er ein þeirra kvenna sem sakaði nuddarann um að hafa brotið gegn sér kynferðislega.
Ragnhildur er ein þeirra kvenna sem sakaði nuddarann um að hafa brotið gegn sér kynferðislega.

„Það skiptir máli fyrir samfélagið að almenningur hafi eftirlit með dómstólum, þar á meðal fjölmiðlar. Þegar málsmeðferð er lokað algjörlega í heilum málaflokki þá erum við búin að fjarlægja allt eftirlit almennings með þeim málaflokki.“

Þetta segir Ragnhildur Eik Árnadóttir, ein þeirra kvenna sem hefur sakað nuddarann Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson um að hafa brotið gegn sér, um þá staðreynd að þinghald í kynferðisbrotamálum sé yfirleitt lokað.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Undantekning var gerð á þessari reglu í málinu gegn Jóhannesi Tryggva en Ragnhildur lét taka það sérstaklega fram fyrir sína hönd að hún óskaði ekki eftir því að þinghald yrði lokað. Öðruvísi hefði hún ekki fengið að vera viðstödd, þar sem hún telst ekki aðili að sakamálinu gegn Jóhannesi Tryggva, jafnvel þótt hún sé ein af þeim sem kærði hann til lögreglu.

Ragnhildur segir að til viðbótar við almannahagsmunasjónarmið gæti opið þinghald verið leið til að skila skömminni. Auk þess sé auðveldara að stíga fram í dag en það var áður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×