„Þetta er bara spurning um tíma“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2022 13:09 Bíll sem sat fastur í snjóflóðinu í gær. Jónþór Eiríksson Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. „Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.” Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
„Það eru bílar sem hafa setið fastir í flóðinu, verið ofan á flóðinu og farið sitt hvoru megin við bíla. Þetta er bara spurning um tíma,“ segir Bragi. Greint var frá því í gærkvöldi að fjöldi snjóflóða hefðu fallið á veginn um Súðavíkurhlíð. Veginum var hins vegar ekki lokað fyrr en eftir að snjóflóðin féllu. Bragi segir stöðuna hafa verið erfiða í gær. „Það var ræstur út mannskapur og við fórum í það að reyna að útbúa vistarverur fyrir fólk sem myndi hugsanlega festast. Samkvæmt fyrstu upplýsingum stóð til að það væru fáir á ferðinni enda gul veðurviðvörun, en þetta reyndust vera nokkuð margir bílar,“ segir Bragi. „Það var þarna barnahópur og fjölskyldufólk og svo tíndist til. Þarna voru fimm-sex flutningabílar og einstaklingar á ferðinni og það þurfti að koma öllum í hús. Hér er covidfaraldur og við erum ekki með gistiheimili eða hótel þannig að það þurfti bara að opna það sem hægt var. Ræsa út Rauða krossinn, björgunarsveit, verktaka til að moka. Þannig að það var í rauninni allt sett á hvolf og þetta gekk svona fram á nótt.“ Hann segir að gærdagurinn, 16. janúar, hafi reynst mörgum erfiður en á þessum degi árið 1995 féll mannskætt snjóflóð í bænum. Bragi furðar sig á því að ekkert sé brugðist við viðvarandi snjóflóðahættu. „Okkur finnst við tala fyrir frekar daufum eyrum. Ef það er einhver snjósöfnun í hlíðinni þá er hún lokuð í tíma og ótíma, auðvitað með öryggi í huga en það er ekki sérlega gott að búa við þetta.”
Súðavíkurhreppur Veður Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira