Innlent

Lögregla horfði á ökumann aka á ljósastaur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar vegna umferðaróhappa í gærkvöldi og nótt.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar vegna umferðaróhappa í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla varð vitni að því í gær þegar ökumaður bifreiða ók beint á ljósastaur. Atvikið átti sér stað í Kópavogi en ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur.

Nokkuð bar á tilkynningum um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í nótt en um klukkan 3.40 barst önnur tilkynning um umferðaróhapp í Kópavogi, þar sem bifreið hafði verið ekið á vegrið og síðan af vettvangi.

Skráningarnúmer bílsins varð eftir og fannst bifreiðin skömmu síðar þar sem henni hafði verið lagt í stæði en ökumaðurinn var á burt.

Annar ökumaður var handtekinn í Seljahverfi um klukkan 2.30 en hann er grunaður um að hafa orðið valdur að umferðaróhappi auk þess að aka ölvaður. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Tvær tilkynningar bárust lögreglu um eignaspjöll í póstnúmerinu 112 en þar höfðu skemmdarverk verið unnin á póstkassa í fjölbýlishúsi og rúða brotin í skóla.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.