Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Þingmaður stjórnarandstöðu segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin verði ekki notuð í boðuðum efnahagsaðgerðum. Hún telur þær komnar seint fram.

Leigjandi telur óásættanlegt að húsnæðisbætur hafi nær staðið í stað síðustu ár á sama tíma og leiga hafi rokið upp. Þingmaður segir stjórnvöld hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að úrelda kerfið.

Nýr sviðslistaskóli fyrir börn og ungmenni hefur brátt göngu sína. Markmiðið er að hjálpa þeim að stíga fyrstu skrefin í heimi leiklistarinnar. Við kynntum okkur málið. 

Fyrstu vorboðarnir hafa nú litið dagsins ljós á sveitabæ á Suðurlandi því fjórir kiðlingar voru að koma í heiminn. Þá fylgjumst við með undirbúning fyrir bingó sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi í kvöld.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×