Lífið

Rósalind rektor öll

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kötturinn Rósalind hafði hreiðrað um sig í Háskóla Íslands og var vel kunnur flestum nemendum og starfsmönnum skólans.
Kötturinn Rósalind hafði hreiðrað um sig í Háskóla Íslands og var vel kunnur flestum nemendum og starfsmönnum skólans.

Kötturinn Rósalind rektor, sem var þekktur af flestum sem hafa sótt Háskóla Íslands á síðustu árum, er öll. 

Margir nem­endur hafa velt því fyrir sér síðustu vikur hvað orðið hefði um Rósa­lind, sem hefur ekki látið sjá sig í skólanum lengi.

Rósa­lind var ein­stak­lega gæfur köttur og lagðist gjarnan upp á borð eða við fætur nem­enda sem sátu við lær­dóm á Há­skóla­torgi.

Fjallað var um Rósa­lind rektor í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Hægt er að horfa á fréttina hér að neðan:


Tengdar fréttir

Rósalind rektor vísað daglega á dyr

Kötturinn Rósalind hefur vanið komur sínar í Háskóla Íslands enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×