Áfall að vera enn á þeim stað að loka börum Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 23:35 Björn Árnason, stjórnarmaður í SVEIT. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri segir hertar samkomutakmarkanir mikið áfall. Þrátt fyrir umfangsmiklar bólusetningar virtust Íslendingar á sama stað og áður. „Það er náttúrulega gríðarlegt áfall þegar við erum komin á þriðja ár í baráttunni við veiruna að við séum aftur komin á þennan stað. Að loka börum og herða aðgerðir gegn veitingageiranum.“ Þetta sagði Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri og eigandi Skúla Craft Bar, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um hertar sóttvarnaraðgerðir. Hann sagði að þrátt fyrir að búið væri að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og byrjað að bólusetja börn værum við Íslendingar enn á sama stað. Björn sagði forsvarsmenn SVEIT búna að vera í miklum samtölum við stjórnvöld undanfarnar vikur um efnahagsaðgerðir og neyðaraðstoð. „Við erum búin að benda á ýmislegt sem hefði mátt fara betur og erum búnir að binda miklar vonir við að það kæmu sterkar aðgerðir núna. Komnir eru tveir mánuðir síðan að aðgerðir voru hertar verulega.“ Sjá einnig: Tíu mega koma saman Hann sagði meðlimi samtakanna bjartsýn og ánægð með að verið væri að koma til móts við þau. Þau vonuðust eftir verulegum styrk inn í þennan geira enda væri þörf á honum. Aðspurður um aðgerðir varðandi veitingastaði sagði Björn það hálfgerðan bjarnargreiða. „Að leyfa þeim að halda áfram að vera með tuttugu manna hólf, þar sem að skilaboðin frá sóttvarnayfirvöldum eru þau að þú átt ekki að fara út að hitta fólk,“ sagði Björn. „Það er ekki mikið af fólki í bænum og nú verður það enn færra. Líklega væri bara betra ef þeim yrði lokað eins og börum. Þá sagðist Björn að aðgerðir með svo stuttum fyrirvara yllu alltaf tjóni en þau í geiranum vonuðu það besta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
„Það er náttúrulega gríðarlegt áfall þegar við erum komin á þriðja ár í baráttunni við veiruna að við séum aftur komin á þennan stað. Að loka börum og herða aðgerðir gegn veitingageiranum.“ Þetta sagði Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri og eigandi Skúla Craft Bar, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um hertar sóttvarnaraðgerðir. Hann sagði að þrátt fyrir að búið væri að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og byrjað að bólusetja börn værum við Íslendingar enn á sama stað. Björn sagði forsvarsmenn SVEIT búna að vera í miklum samtölum við stjórnvöld undanfarnar vikur um efnahagsaðgerðir og neyðaraðstoð. „Við erum búin að benda á ýmislegt sem hefði mátt fara betur og erum búnir að binda miklar vonir við að það kæmu sterkar aðgerðir núna. Komnir eru tveir mánuðir síðan að aðgerðir voru hertar verulega.“ Sjá einnig: Tíu mega koma saman Hann sagði meðlimi samtakanna bjartsýn og ánægð með að verið væri að koma til móts við þau. Þau vonuðust eftir verulegum styrk inn í þennan geira enda væri þörf á honum. Aðspurður um aðgerðir varðandi veitingastaði sagði Björn það hálfgerðan bjarnargreiða. „Að leyfa þeim að halda áfram að vera með tuttugu manna hólf, þar sem að skilaboðin frá sóttvarnayfirvöldum eru þau að þú átt ekki að fara út að hitta fólk,“ sagði Björn. „Það er ekki mikið af fólki í bænum og nú verður það enn færra. Líklega væri bara betra ef þeim yrði lokað eins og börum. Þá sagðist Björn að aðgerðir með svo stuttum fyrirvara yllu alltaf tjóni en þau í geiranum vonuðu það besta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48