Sameina þrjú verkefni í einni plötu Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 14. janúar 2022 15:26 Þríeykið kynntist í FÍH og kemur víðs vegar að, Rakel frá Akureyri, Salóme frá Ísafirði og Zaar frá Danmörku. Cameron Stewart Þrjár tónlistarkonur, Salóme Katrín, RAKEL og ZAAR, leiða saman hesta sína á nýrri splittskífu sem kemur út þann 25. febrúar næstkomandi. Ber gripurinn titilinn While We Wait og er með tveimur lögum með hverri þeirra fyrir sig ásamt einu sem þær gerðu saman. Ein þeirra ríður á vaðið með fyrstu smáskífuna af útgáfunni, Salóme með lagið The Other Side. Það kemur út í dag ásamt textamyndbandi eftir listamanninn Hákon Bragason. „Ég samdi The Other Side eitt haustkvöld árið 2020 heima í stofu, á gítar. Venjulega sem ég alltaf á píanóið mitt, en klukkan var orðin svo margt að píanóleikurinn hefði sennilega vakið alla blokkina,” segir Salóme. „Lagið er óður til alls þess tónlistarfólks sem hefur fylgt mér síðan ég var barn og unglingur. Indí-rokk bylgjan sem tröllreið öllu á þeim tíma var mér óneitanlega mikill innblástur þegar ég samdi og tók upp lagið, sem og öll sú frábæra tónlist sem er verið að gefa út í dag – til að mynda listamenn eins og Mitski og Angel Olsen.“ Sameiginlega skífan hefur að sögn Salóme verið í vinnslu síðan í vor en samstarfið segir hún hafa gengið frábærlega. „Þessi sameiginlega plata var fullkominn vettvangur til þess að prófa sig áfram í nýjum hljóðheim og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.“ Splittskífur, sem hafa áður hlotið ónothæfu þýðinguna deiliskífur, eru óvenjulegur útgáfumáti fyrir tónlist að þessu tagi en þær eiga rætur sínar að rekja til pönks og annarra neðanjarðartónlistarstefna. Þá eru það oftast tvær sveitir sem eiga hvor sína hlið á vínylplötunni. Umslag smáskífunnar. Tengdar fréttir Samið með heimabæinn í huga Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan. 2. desember 2021 16:48 Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Föstudagsplaylisti Rakelar Sigurðardóttur Lög til að sitja við, dansa við, gráta við. 5. júní 2020 15:44 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ein þeirra ríður á vaðið með fyrstu smáskífuna af útgáfunni, Salóme með lagið The Other Side. Það kemur út í dag ásamt textamyndbandi eftir listamanninn Hákon Bragason. „Ég samdi The Other Side eitt haustkvöld árið 2020 heima í stofu, á gítar. Venjulega sem ég alltaf á píanóið mitt, en klukkan var orðin svo margt að píanóleikurinn hefði sennilega vakið alla blokkina,” segir Salóme. „Lagið er óður til alls þess tónlistarfólks sem hefur fylgt mér síðan ég var barn og unglingur. Indí-rokk bylgjan sem tröllreið öllu á þeim tíma var mér óneitanlega mikill innblástur þegar ég samdi og tók upp lagið, sem og öll sú frábæra tónlist sem er verið að gefa út í dag – til að mynda listamenn eins og Mitski og Angel Olsen.“ Sameiginlega skífan hefur að sögn Salóme verið í vinnslu síðan í vor en samstarfið segir hún hafa gengið frábærlega. „Þessi sameiginlega plata var fullkominn vettvangur til þess að prófa sig áfram í nýjum hljóðheim og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.“ Splittskífur, sem hafa áður hlotið ónothæfu þýðinguna deiliskífur, eru óvenjulegur útgáfumáti fyrir tónlist að þessu tagi en þær eiga rætur sínar að rekja til pönks og annarra neðanjarðartónlistarstefna. Þá eru það oftast tvær sveitir sem eiga hvor sína hlið á vínylplötunni. Umslag smáskífunnar.
Tengdar fréttir Samið með heimabæinn í huga Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan. 2. desember 2021 16:48 Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01 Föstudagsplaylisti Rakelar Sigurðardóttur Lög til að sitja við, dansa við, gráta við. 5. júní 2020 15:44 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Samið með heimabæinn í huga Í dag kemur út fyrsta tónlistarmyndband Salóme Katrínar, við lagið Water sem kom út á samnefndri stuttskífu fyrir rúmu ári síðan. 2. desember 2021 16:48
Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin. 22. desember 2021 16:01
Föstudagsplaylisti Rakelar Sigurðardóttur Lög til að sitja við, dansa við, gráta við. 5. júní 2020 15:44
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“