Stuttskífan hlaut góðar viðtökur og hreppti Salóme Kraumsverðlaunin í kjölfarið.
Listakonurnar Kata Jóhanness og Monika Kiburytė hafa að sögn Salóme unnið hörðum höndum að gerð myndbandsins síðastliðna mánuði en þess má geta að ljósmynd Kötu Jóhanness prýðir einmitt umslag plötunnar Water.
Myndbandið er tekið upp á Vestfjörðum en tónlistarkonan er sjálf frá Ísafirði og kveðst hafa samið lagið Water með heimabæinn í huga.