Lífið

„Þú vilt vera kurteis, næs, koma vel fram við fólk og hógvær“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flóni mætti til Dóru Júlíu í þáttinn Þetta reddast. 
Flóni mætti til Dóru Júlíu í þáttinn Þetta reddast. 

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti á dögunum á Stöð 2.

Í þáttunum Þetta reddast fær Dóra Júlía til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni.

Í þættinum gær mætti Friðrik Jóhann Róbertsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Flóni, og fékk að spreyta sig í eldhúsinu hjá Dóru. Saman gerðu þau risarækjupastarétt.

Dóra spurði Friðrik út í það hvort Friðrik og Flóni væru sami karakterinn.

„Þetta er ekki sami karakterinn. Þetta mixast samt stundum saman. Núna er ég að lifa í Friðriki, það er ég og það er það sem vinir mínir og fjölskyldan mín þekkir,“ segir Friðrik í þættinum.

„Þetta getur samt verið erfitt en þetta er bara partur af því að vera tónlistarmaður. Það er mikilvægt að geta verið í kringum vini sína án þess að þurfa að vera í Flóna. Þú vilt vera kurteis, næs, koma vel fram við fólk og hógvær.“

Klippa: Flóni og Dóra reyna við risarækjupastarétt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×