Hvað er eiginlega þetta Be Real? Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 21:01 Fréttamaður mundar hér nýtekið BeReal af viðmælendum sínum, þriðja árs nemum í Verzló. Vísir/Egill Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera. Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real. Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real.
Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira