Íslenski boltinn

Finnur Tómas hjá KR næstu árin

Sindri Sverrisson skrifar
Finnur Tómas Pálmason var að láni hjá KR frá Norrköping síðasta sumar, eftir að hafa verið seldur til sænska félagsins, en hefur nú skrifað undir samning til fjögurra ára við KR.
Finnur Tómas Pálmason var að láni hjá KR frá Norrköping síðasta sumar, eftir að hafa verið seldur til sænska félagsins, en hefur nú skrifað undir samning til fjögurra ára við KR. vísir/hulda margrét

Finnur Tómas Pálmason, sem þessa dagana er með íslenska landsliðinu í fótbolta í Tyrklandi, hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við KR.

Finnur Tómas er uppalinn hjá KR en var seldur til Norrköping í Svíþjóð fyrir ári síðan. Hann kom hins vegar að láni til KR á síðasta tímabili og nú er ljóst að þessi öflugi miðvörður verður með KR næstu árin.

Finnur lék sína fyrstu leiktíð með meistaraflokki KR sumarið 2019 og sló í gegn í vörn liðsins sem varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum. Hann hefur alls leikið 41 leik í efstu deild fyrir KR og skorað í þeim eitt mark.

Finnur lék sinn fyrsta A-landsleik í gær þegar hann var í byrjunarliði Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda í Tyrklandi. Ísland mætir þar Suður-Kóreu í öðrum vináttulandsleik á laugardaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.