Lífið

Tveir hönnuðir, ein Billy bókahilla

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Skjáskot/Youtube.
Skjáskot/Youtube.

Architectural Digest fékk til sín á dögunum tvo ólíka hönnuði til þess að endurgera hina frægu Ikea Billy bókahillu á einum degi. Það voru hönnuðirnir Drew Scott frá Lone Fox miðlinum og Leonard Bessemer frá Objects for Objects sem tókust á við þessa áskorun.

Mikil eftirspurn hefur verið á netinu eftir DIY verkefnum frá því að heimsfaraldurinn fór í gang 2020. DIY stendur fyrir orðasamsetningunni „Do It Yourself“ og eru margir sem sérhæfa sig í slíkum verkefnum. Fólk hefur verið að nýta tímann sem það eyðir heima hjá sér í faraldrinum í að gera upp heimilið og henta slík verkefni vel til þess.

Drew Scott er þekktur fyrir DIY verkefnin sem hann hefur framkvæmt á meðan Leonard sérhæfir sig í húsgagnasmíði. Það er gaman að sjá þegar sköpunarferlið fer í gang hvað þeir fara strax í sitthvora áttina með hugmyndirnar sínar, enda báðir með mikla sköpunargáfu og ólíka stíla.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.