Lífið

Minntist Bob Saget: „Ég tók þetta upp fjórtán sinnum“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jimmy Kimmel grét þegar hann talaði um vin sinn Bob Saget í þættinum í gær.
Jimmy Kimmel grét þegar hann talaði um vin sinn Bob Saget í þættinum í gær. Skjáskot/Youtube

Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel minntist vinar síns Bob Saget í þættinum í gær. Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi fannst Bandaríski leikarinn og grínistinn látinn á tótelherbergi í Flórída. 

Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, var 65 ára að aldri. Kimmel minntist hans í fallegu innslagi og talaði þar um falleg karaktereinkenni hans og vináttu þeirra. 

Kimmel átti augljóslega erfitt með að komast í gegnum innslagið og viðurkenndi að hafa þurft að taka það upp svona fjórtán sinnum. Minningarorð hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar minnast Bob Saget

Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum.

Bob Saget er látinn

Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.