Netþrjótar komust í gögn um notendur akstursþjónustu Strætó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 21:01 Upplýsingar um notendur akstursþjónustu Strætó, eins og kennitölur, nöfn og heimilisföng, eru í höndum netþrjótanna. Vísir/Vilhelm Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í desember, komust yfir kerfi Strætó sem hýsir gögn sem tengjast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Komust þeir meðal annas yfir nöfn, kennitölur og heimilisföng þeirra sem nota þjónustuna. Strætó varð fyrir netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í netkerfi Strætó og afrita þar gögn og upplýsingar. Ekki var ljóst fyrr en nú hvaða upplýsingar þrjótarnir komust yfir. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að árásaraðilarnir hafi komist yfir upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisfang og eftir atvikum símanúmer og/eða netfang notenda akstursþjónustunnar. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um þjónustuþarfir og sérþarfir notendanna, upplýsingar um aðstoð fylgdarmanns og notkun hjálpartækja, afrit af ferðapöntunum og reikningum, afrit af erindum og fyrirspurnum auk afrita af tölvupóstsamskiptum. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um forráðamenn og tengiliði notenda þjónustunnar, til dæmis yfir nöfn þeirra, kennitölur, símanúmer, netfang og tengsl við notendur auk afrita af erindum, fyrirspurnum og tölvupóstsamskipum. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka viðkomandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum þeirra. Í samræmi við leiðbeiningar netöryggissveitar Íslands muni Strætó ekki verða við þeim kröfum. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að persónuvernd hafi verið upplýst um málið og hafi sveitarfélögin, sem Strætó þjónustar, og Strætó verið í miklum samskiptum við stofnunina vegna þessa. Rannsókn málsins standi þá enn yfir og gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang umræddra aðila og takmarka áhrif á réttindi og frelsi þeirra einstakilnga sem Strætó vinni upplýsingar um. Búið sé að loka til dæmis á aðgang tilgreindra IP talna og tilgreindra aðganga að kerfum Strætó. Ekkert bendi til þess að árásaraðilarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar, en ekki sé hægt að útiloka að upplýsingarnar verði birtar opinberlega af tölvuþrjótunum. Strætó Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Strætó varð fyrir netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í netkerfi Strætó og afrita þar gögn og upplýsingar. Ekki var ljóst fyrr en nú hvaða upplýsingar þrjótarnir komust yfir. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að árásaraðilarnir hafi komist yfir upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisfang og eftir atvikum símanúmer og/eða netfang notenda akstursþjónustunnar. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um þjónustuþarfir og sérþarfir notendanna, upplýsingar um aðstoð fylgdarmanns og notkun hjálpartækja, afrit af ferðapöntunum og reikningum, afrit af erindum og fyrirspurnum auk afrita af tölvupóstsamskiptum. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um forráðamenn og tengiliði notenda þjónustunnar, til dæmis yfir nöfn þeirra, kennitölur, símanúmer, netfang og tengsl við notendur auk afrita af erindum, fyrirspurnum og tölvupóstsamskipum. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka viðkomandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum þeirra. Í samræmi við leiðbeiningar netöryggissveitar Íslands muni Strætó ekki verða við þeim kröfum. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að persónuvernd hafi verið upplýst um málið og hafi sveitarfélögin, sem Strætó þjónustar, og Strætó verið í miklum samskiptum við stofnunina vegna þessa. Rannsókn málsins standi þá enn yfir og gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang umræddra aðila og takmarka áhrif á réttindi og frelsi þeirra einstakilnga sem Strætó vinni upplýsingar um. Búið sé að loka til dæmis á aðgang tilgreindra IP talna og tilgreindra aðganga að kerfum Strætó. Ekkert bendi til þess að árásaraðilarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar, en ekki sé hægt að útiloka að upplýsingarnar verði birtar opinberlega af tölvuþrjótunum.
Strætó Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira