Innlent

Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Farþegar voru orðnir heldur órólegir í vélinni, samkvæmt heimildum fréttastofu, enda klukkan að verða eitt þegar þeir komust frá borði. 
Farþegar voru orðnir heldur órólegir í vélinni, samkvæmt heimildum fréttastofu, enda klukkan að verða eitt þegar þeir komust frá borði.  Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 

Vegna hvassviðris tók Isavia landganga niður og sátu farþegar Play fastir í vélinni frá því hún lenti klukkan hálf tólf og þar til óhætt var að nota landganga aftur, eða um einum og hálfum tíma síðar. Viðmiðunarreglur eru þannig að ekki er heimilt að nota landgöngubrýr eða stigabíla þegar vindhraði fer yfir fimmtíu hnúta og því þurfti að bíða eftir að veður lægi. 

Farþegar gátu þó ekki fengið töskur sínar afhentar þar sem of hvasst var til að koma þeim inn í flugstöð. Í samtali við fréttastofu sagði einn farþegi vélarinnar að þeir þurfi að koma aftur á morgun á flugstöðina til að sækja farangur sinn. 

Tvær vélar Icelandair, frá Kaupmannahöfn og London, voru á áætlun seinni part kvölds en ferðunum var aflýst vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Play var staðan metin sem svo að hægt væri að koma öllum farþegum örugglega heim þó það gæti orðið einhver bið á Keflavíkurflugvelli með að komast frá borði. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.