Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
visir-img

Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á réttum tíma sökum álags á Covid-göngudeild. Staðan á Landspítala hefur sjaldan verið verri. Við ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Björgunarsveitarmenn voru að í sjö klukkustundir í miklu hvassviðri í nótt eftir að flutningabíll valt í Mosfellsbæ. Björgunarsveitarmaður sem vann á vettvangi lýsir erfiðum aðstæðum.

Bandarískir feðgar voru í gær dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morðið á Ahmaud Arbery eftir tilfinningaþrungin réttarhöld. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum, auk þess sem við kynnum okkur fyrirhugaða milljarðauppbyggingu Mjólkursamsölunnar á árinu. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×