Innlent

Ó­vissu­stigi vegna jarð­skjálfta­hrinu af­lýst

Árni Sæberg skrifar
Eldstöðin í Fagradalsfjalli.
Eldstöðin í Fagradalsfjalli. Egill Aðalsteinsson

Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember 2021.

Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Þá segir að jarðskjálftahrinan hafi verið snörp og að um níutíu jarskjálftar yfir þrír að stærð hafi mælst og tólf yfir fjórir að stærð.

Samhliða jarðskjálftum mældust landbreytingar sem benda til þess að kvika hafi leitað til yfirborðs. Frá 28. desember hafa hins vegar litlar landbreytingar mælst sem bendir til að kvika leiti ekki ofar enn.

Almannavarnir ítreka þó að varhugavert geti verið að fara inn á hraunbreiðuna við Geldingadali og að gígum. Töluverðan tíma geti tekið fyrir hraun að kólna og yfirborð og gígar séu enn óstöðugir. Þá geti myndast hætta á svæðinu vegna söfnunar gass vegna afgösunar hraunsins, sem búist er við að haldi áfram um nokkurt skeið.

„Í ljósi atburða síðustu misserin er fylgst vel með þróuninni á Reykjanesskaga og almannavarnastig endurmetið reglulega með tilliti til jarðskjálftavirkni og landbreytinga,“ segir í tilkynningu almannavarna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×