Skýrslur teknar af um tuttugu börnum vegna manns sem grunaður er um fjölmörg brot Eiður Þór Árnason skrifar 7. janúar 2022 14:08 Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Vísir Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg brot gegn börnum. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu lögreglunnar um að það yrði framlengt um fjórar vikur. Maðurinn var upphaflega dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald í desember og rann það út í gær. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá úrskurðinum. Ævar segir að rannsóknin sé umfangsmikil og miði vel áfram. Rúmlega 40 hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins og um helmingur þeirra séu börn. Grunaður um að hafa sent ellefu ára barni klámfengin skilaboð Maðurinn er grunaður um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Landsréttur staðfesti í desember fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn en í dómnum kemur fram að lögregla hafi 22 mál til rannsóknar sem tengjast manninum. Unnið væri að því að afla frekari gagna vegna rannsóknar málanna. Hann er grunaður um að hafa sent börnum á aldrinum ellefu til sextán ára ýmist klámfengin skilaboð og/eða myndir af kynferðislegum toga í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Í nokkrum málum er hann einnig grunaður um að hafa reynt að fá börnin til að hitta sig en hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. Er það mat lögreglu að um sé að ræða afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé að stöðva. Brotaferill mannsins hafi verið nánast samfelldur frá því í maí á þessu ári. Ítrekað brotið af sér eftir að honum var sleppt úr haldi Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann sem var handtekinn í sumar eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, viðhaft við þær kynferðislegt tal og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Fréttastofa greindi frá því í júní að fjölmargar tilkynningar hefðu borist lögreglu frá foreldrum vegna mannsins. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim sem reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2021 17:14 Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. 9. júní 2021 18:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá úrskurðinum. Ævar segir að rannsóknin sé umfangsmikil og miði vel áfram. Rúmlega 40 hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins og um helmingur þeirra séu börn. Grunaður um að hafa sent ellefu ára barni klámfengin skilaboð Maðurinn er grunaður um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Landsréttur staðfesti í desember fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn en í dómnum kemur fram að lögregla hafi 22 mál til rannsóknar sem tengjast manninum. Unnið væri að því að afla frekari gagna vegna rannsóknar málanna. Hann er grunaður um að hafa sent börnum á aldrinum ellefu til sextán ára ýmist klámfengin skilaboð og/eða myndir af kynferðislegum toga í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Í nokkrum málum er hann einnig grunaður um að hafa reynt að fá börnin til að hitta sig en hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. Er það mat lögreglu að um sé að ræða afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé að stöðva. Brotaferill mannsins hafi verið nánast samfelldur frá því í maí á þessu ári. Ítrekað brotið af sér eftir að honum var sleppt úr haldi Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann sem var handtekinn í sumar eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, viðhaft við þær kynferðislegt tal og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. Fréttastofa greindi frá því í júní að fjölmargar tilkynningar hefðu borist lögreglu frá foreldrum vegna mannsins. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim sem reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttaskýringaþættingum Kompás árið 2006.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06 Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2021 17:14 Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. 9. júní 2021 18:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fjölmörg börn á aldrinum ellefu til sextán ára þolendur í máli mannsins Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg blygðunarsemisbrot gegn börnum og barnaverndarlagabrot. Hann er meðal annars grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við ellefu ára gamalt barn eftir að hafa sent því klámfengin skilaboð. 15. desember 2021 14:06
Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. desember 2021 17:14
Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti. 9. júní 2021 18:50