Innlent

Merkir við­horfs­breytingu í sam­fé­laginu eftir at­burði gær­dagsins

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Katrín Ólafsdóttir.
Katrín Ólafsdóttir. stöð2

Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins.

Atburðarrás gærdagsins var hröð þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. Aðjúnkt við Háskóla Íslands segir atburði gærdagsins sýna viðhorfsbreytingu í umræðunni um kynferðisofbeldi í samfélaginu. Hér áður fyrr þegar valdamiklir menn voru sakaðir um ofbeldi, þá hafi tilhneiging þeirra verið að hlaupa í vörn í stað þess að stíga til hliðar.

„Stóra myndin hún er svolítið ólík því sem við höfum verið að sjá hingað til og er í því ljósi gríðarlega merkileg og áhugaverð, hvort við séum raunverulega hér að sjá í fyrsta skipti einhverjar stórar samfélgaslegar breytingar þegar kemur að umræðunni um kynferðislegt ofbeldi og því að trúa þolendum þegar þeir stíga fram,“ sagði Katrín Ólafsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Hún segir að áhugavert verði að sjá hvað gerist í framhaldinu.

„Er þetta einhver ný taktík að draga sig í hlé til þess eins að geta komið aftur og notið sömu valda og áður þegar þeir koma til baka? Eða er þetta það sem þolendur hafa kallað eftir, sem er að gerandi taki ábyrgð og sýni iðrun verka sinna og finni svo ákjósanlegar leiðir til þess að reyna að koma til baka í samfélagið í einhverri mynd? Það er það sem verður spennandi að fylgjast með.“


Tengdar fréttir

Dagurinn sem fimm þjóð­þekktir karl­menn stigu til hliðar

Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 

Gagn­rýndi em­bættis­mann fyrir um­deilt læk og er nú sjálf gagn­rýnd fyrir það sama

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook.

Áslaug Arna „lækar“ færslu Loga sem lokar á athugasemdir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að „læka“ Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×