Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður
Sindri Sindrason fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Mál 24 ára konu sem kom fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur á þriðjudag og sakaði þrjá miðaldra menn um að hafa brotið á sér kynferðislega í sumarbústað árið 2020 hefur orðið til þess að tjéðir menn hafa látið af störfum sínum sem stjórnendur fyrirtækja og félaga. Að auki hafa tveir aðrir hætt störfum sínum, í það minnsta tímabundið. 

Covid-19 heldur áfram að vera fyrirferðamikið, en við segjum við frá því að Sjúkratryggingum hafa borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 og Lyfjastofnun hefur fengið 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. 

Þá er sóttvarnalæknir farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir og Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku.

Við förum til Grindavíkur þar sem varð tugmilljónatjón í óveðrinu í nótt og í morgun. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×